Ég og Elísabeth bretadrottning erum allavega sammála um eitt!


Ég er týpan sem geng nánast daglega í pilsi eða kjól. Píka dauðans, ef þú spyrð mig. 
 
Einsog gefur að skilja og með tilliti til þessa, nota ég mikið sokkabuxur og þekki því ansi vel muninn á góðum sokkabuxum og þeim sem eru lakari í gæðum. 
 
 
Ég datt niður á gæðasokkabuxur frá FOGAL og nú verður ekki aftur snúið.
 
Um er að ræða einstaklega fallega hönnun/mynstur, svo ekki sé meira sagt. Það er að sjálfsögðu líka hægt að fá "venjulegar" eða klassískar sokkabuxur frá sama merki.
 
Úrvalið er vægast sagt æðislegt og ættu þið allar að geta fundið ykkur sokkabuxur við hæfi og við hvaða tilefni sem er. 
 
Buxurnar eru einstaklega mjúkar viðkomu og ekki síður endingargóðar. Þær eru saumlausar sem er stórplús og með styrktri tá sem þó er þannig hönnuð að tásvæðið rennur saman við buxurnar sjálfar. Svokölluð ósýnileg tá.
 
En dömur við vitum jú flestar að sokkabuxur eiga það til að gefa sig helst á því svæði,  frekar en hið hvimleiða lykkjufall sem við þekkjum allar.
 
 
 
 
 
Síðast en ekki síst, þá er strengurinn afar mjúkur, en ég er með viðkvæma húð og mig klæjar undan sumum buxum og þá sérstaklega strengnum, ég finn ekki fyrir minnstu óþægindum í þessari snilld. 
 
Hvað eigum við Elísabeth drottning sameiginlegt? Við elskum báðar sokkabuxurnar frá FOGAL. Drottningin hefur látið hafa eftir sér að hún noti aðeins sokkabuxur frá FOGAL.
 
Ég? FOGAL fyrir mig, takk!
 
 
 
 
 
 
 
FOGAL hefur framleitt gæðasokkabuxur við góðan orðstír síðan frá árinu 1923 og eru þær úr 90% nylon og 10% spandex blöndu. 
 
FOGAL sokkabuxurnar eru nú loksins fáanlegar hér á landi í Isabella undirföt, sem er æðisleg undirfataverslun staðsett á Akureyri. Þær stöllur leggja metnað sinn í að veita einstaklega góða og faglega þjónustu. Og sjálfsögðu senda þær í póstkröfu hvert á land sem er. 
 
Kynnið ykkur endilega vöruúrvalið sem þessi flotta verslun hefur upp á að bjóða og ekki er vitlaust að skella einu like-i á síðuna, þar sem stelpurnar eru oft með skemmtileg tilboð og leiki.  Einnig eru þær duglegar við að bæta við vöruúrvalið og upplýsa sína viðskiptavini um leið, með því að deila á Facebook-síðuna.
 
Undirfötin, náttfötin, sokkabuxurnar sem og vöruúrvalið allt -er himneskt!
 
 
heida@spegill.is