Allir ættu að byrja daginn á góðu kynlífi - segir Dr. Ruth Westheimer


 Í þessu viðtali segir hin 82 ára gamla amma og kynlífsráðgjafi á sinn einstaka hátt hvernig við getum kryddað kynlífið eftir 45 ára aldurinn.
 
„Með því að sofa betur og dásama þína uppáhalds líkamsparta er hægt að breyta kynlífinu til hins betra,“ segir Dr. Ruth Westheimer.
 
Samkvæmt könnun sem gerð var í Bandaríkjunum er fólk á aldursbilinu 45-65 óhamingjusamara með kynlíf sitt, en nokkur annar aldurshópur. Eða um 24%.
 
Á aldrinum 30-44 ára voru 20% ósáttir og 66 ára og eldri mældust um 17% sem ekki voru fyllilega sáttir við ástarlíf sitt.
 
 
Dr. Ruth hress að vanda 
 
Hvað er helsta vandamálið hjá pörum í dag?
 
"Tilbreytingasnautt kynlíf,“ segir Westheimer, höfundur 32 bóka og fyrrum sjónvarps- og útvarpsstjarna um kynferðisleg málefni. "Það er sama stellingin, sama dag vikunnar, það er bara ekkert spennandi.“
 
Fyrir utan almenn leiðindi og tibreytingaleysi er það eitthvað annað sem veldur kyndeyfð hjá fólki?
 
"Eitt vandamál er að fjölmiðlar eru í sífellu að segja okkur að við þurfum að hafa fullkominn líkama til að njóta góðs kynlíf.“
 
Þannig að væntingar okkur eru of háar?
 
"Já. Við verðum að vera raunsærri. Eftir því sem fólk eldist, lítur það ekki beint út fyrir að vera tvítugt. Þú átt að einblína á þá hluti sem þú ert sátt/ur með. Líttu í spegill og horfðu á það sem þú ert ánægð/ur með."
 
Eru það fleiri vandamál sem þú verður vör hjá hjá pörum?
 
"Pör eiga það til að taka vandamálin með sér í svefnherbergið. Sem dæmi, tengdaforeldrana eða fjárhagslegar áhyggjur. Fólk hefur áhyggjur af öllu á þessum tímum. En það verður að vera meðvitað um að halda kynlífinu utan við vandamálin.“
 
Eitthvað sem hjón þurfa að hafa áhyggjur af þegar börnin eru farin að heiman?
 
"Þegar börnin eru farin að heiman, ekki vera sorgmædd/ur. Njóttu þess. Þú þarft jú ekki að hafa áhyggjur af því að börnin sjái til þín. Nú er rétti tíminn til að einbeita sér að kynlífinu."
 
Hvernig ráðleggur þú hjónum að gera einmitt það?
 
"Byrjið strax að morgni að njóta ásta. Í stað þess að hlusta á morgunútvarpið eða horfa á sjónvarp. Gerið að venju að fara aftur „uppí“ minnst einu sinni í viku." 
 
Af hverju strax á morgnanna?
 
"Allir ættu að byrja daginn á góðu kynlífi. Testósterónið er hvað mest á þeim tíma dags hjá karlmönnum. Og við vitum vel hvað góður svefn hefur góð áhrif á konur. Konur eru einfaldlega áhugasamari um kynlíf eftir góðan nætursvefn."
 
Er eitthvað svo einfalt, eins og góður nætursvefn, virkilega lykillinn að betra kynlífi?
 
"Við héldum alltaf að konur vildu kynlíf þegar stjörnurnar skína sem skærast. Ekki rétt? En að sjálfsögðu hefur sambandið mest um það að segja, hvort kynlífið er gott eða ekki.“
 
Hvernig styrkjum við sambandið?
 
"Segðu við sjálfa/n þig, að á þessu ári, munir þú segja við maka þinn hversu mikils virði hann er þér, á hverjum degi."
 
Áttu fleiri góð ráð?
 
"Segðu makanum hversu heppin/n þér finnst þú vera að eiga hann/hana. Taktu þátt i forleiknum með nuddi. Eldra fólki líkar vel við gælur. Og prófið eitthvað sem örvar hinn aðilann, þannig heldur þú spennunni frekar lifandi."
 
Eins og hvað?
 
"Horfðu á „bláar“ myndir, Lestu eitthvað kynferðislegt sem örvar. Notaðu ímyndunaraflið (fantasíur) –og njóttu þess að deila þeim með makanum. Nema ef að fantasíurnar snúast um að sofa hjá heilu fótboltaliði. Þá er betra að þegja...og hugsa þeim mun hærra. Reynið  að hafa kynlífið eins áhugavert og mögulegt er, ef ekkert gengur, leitið ráða hjá kynlífsráðgjafa."
 
Hvernig veistu hvort tilfellið er næganlegt fyrir kynlífsráðgjöf? 
 
"Eitt er af þú þjáist af höfuðverk, ert of þreytt/ur, reið/ur eða þú rífst stöðugt við makann rétt áður en þið hoppið upp í. Annars veistu sjálf/ur innst inni ef eitthvað er að angra þig. Gerðu bara eitthvað í því." 
 
Hvað felur kynlífsráðgjöf í sér?
 
"Flestir sem koma til mín, fá samtalsmeðferð og þá skoða ég hegðun viðkomandi. Það hjálpar oft. Þegar ég er með pör í ráðgjöf, þá læri ég helling á fyrstu tuttugu mínútunum.
 
Að hitta kynlífsráðgjafa er eitthvað sem þarf ekki að skammast sín fyrir. Mun betra en að sambandið endi í sárum skilnaði. Það eru til fullt af bókum um efnið, eins og allir vita þá selur kynlíf."  Segir Dr. Ruth að lokum.