Hvað segir uppáhalds kaffið þitt um þig?


Þetta er smá skondið. Persónuleikinn metinn út frá vali af kaffitegund.
 
Ef þú finnur ekki þína uppáhaldstegund á listanum -finnur þú bara eitthvað "svipað" - allt í gamni en sumir finna sig þó í þessu, ótrúlegt en satt.
 
Hvort ert fluggáfaður einstaklingur, með skort á einbeitingu eða hamingjusamur og fullur af orku?
Skoðum þetta aðeins: 
 
Espresso - þú ert vinalegur einstaklingur og aðlagar þig vel að aðstæðum. Þér finnst kaffi reyndar afar gott á bragðið, sem er auðvitað aðdáunarverður eiginleiki út af fyrir sig.

Espresso (tvöfaldur) - þú ert hagsýn manneskja og hörkudugleg. Þú gerir þér grein fyrir því að einn einfaldur, gerir ekkert fyrir þig.
 
Espresso (þrefaldur) - þú ert afar áhugasamur einstaklingur í eðli þínu, en stundum full/ur af þráhyggju. Þú ert búin að vera glaðvakandi síðan á áttunda áratugnum - vel gert!
 
Mocha - þú ert skemmtileg/ur, kærleiksrík/ur og skapandi. Þér finnst kaffi vont, en þú þarft á því að halda til að vekja þig upp til lífsins.
 
Latte - þú ert mikill hugsuður en varkár. Í hverfulli veröld velur þú það sem þér finnst öruggast. Það er ástæðan fyrir því að þú velur Latte.
 
Cappuccino - Þú hefur hlýtt hjarta en ert stundum utan við þig. Vinir þínir þurfa sífellt að minna þig á að sleikja froðuna af vörunum.
 
Macchiato - Þú heldur í hefðir og vilt hafa allt á hreinu. Þér líkar afar illa við froðu-skegg.
 
Ís-kaffi - þú ert hreinskilinn -segir hlutina beint út. Þú lætur veðurfarið ekki stjórna því hvernig þú lifir lífi þínu. Þú elskar líka sogrör.
 
Americano - Þú ert rólegur og meðvitaður einstaklingur. Þú nýtur einfaldleikans, eins og lautarferðir í almenningsgarðinum. Elskar fugla og kaffi sem bragðast eins og vatnssull.
 
Frappuccino - Þú ert hamingjusamur einstaklingur og fullur af orku. Þú ert einnig yfirvegaður og segist elska kaffi. En raunveruleikinn er annar, því að þú elskar í raun ís...
 
Expresso - Þú ert eldklár, pirrandi eða bæði.
 
Skál í kaffi! Passar þetta við þig?
þýtt og fært í stílinn