Gallabuxnavasar verða að lítilli tösku


Ég bjó til litla sæta hliðartösku fyrir stelpuna mína úr gallavösum af gömlum buxum sem voru orðnar vel slitnar.
Það sem til þarf:
 
Gallabuxur, annað hvort fullorðins eða barna.
Blúnda og lítil silkiblóm eða annað skraut.
Borði.
Hliðarband (hægt er að nýta renning af buxunum).
Límbyssa.
 
Aðferðin er afar einföld og fljótleg:
 
Klipptu út rassvasana af gallabuxunum, báða.
 
Límdu blúndu meðfram vösum.
 
Fallegt er að líma silkiblómin í hornin...en hér ræður smekkur hvers og eins.
 
Límdu hliðarbandið og hafðu það eins langt og þér hentar.
 
Límdu hliðarnar saman, þó ekki efst...
 
Tilbúið!
 
Það má líka nota bætur, svo sem hjörtu og annað slíkt og jafnvel perlufesti sem hliðarband. Þá er hægt að fóðra töskuna að innan með litríku efni, sauma sæta hnappa á...já eða bara hvað sem er! Möguleikarnir á að leika sér með útfærslu á þessari tösku eru einfaldlega takmarkalausir...
 
Góða skemmtun!
 
Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook
 
 
heida@spegill.is