Getur læknir séð í skoðun hvort ég stunda sjálfsfróun?


Sjálfsfróun þykir jafn eðlileg nú til dags hjá flestum og að þvo sér um hendurnar.
 
Talið er að um 80% stráka og fullvaxta karlmanna frói sér, þar til þeir ná að fá fullnægingu. Í kringum 60% af konum og stúlkum segjast stunda sjálfsfróun.
 
Allskyns sögusagnir og getgátur eru til um hvað raunverulega gerist þegar þú stundar sjálfsfróun.
Það er merkilegt að áhyggjurnar af athæfinu virðast mest strákanna megin.
 
Myndin sem fylgir greininni er af stúlku, ekki að ástæðulausu. Stelpurnar eru kannski ekki eins duglegar að fikra sig áfram á þessu sviði. En að þekkja sjálfa sig er nauðsynlegt...lokiði hurðinni stelpur. 
 
Þið mæður sitjið sjálfsagt sjaldnast fyrir svörum þegar strákana vantar svör. Hér er dæmi um það sem þeir velta fyrir sér, þessar elskur:
 
Ég hef heyrt að ef þú stundar sjálfsfróun of oft, eyðir þú upp öllu forðabúrinu sem hefur í að geyma sæði, er þetta satt?
 
Nei, það er ekki satt. Eistun framleiða meira sæði en þú munt nokkru sinni ná að losa þig við með því að stunda sjálfsfróun. 
 
Ef þú stundar sjálfsfróun, þýðir það að þú sért samkynheigður?
 
Nei. Sjálfsfróun hefur ekkert með kynhneigð að gera.
 
Veldur sjálfsfróun líkamlegum skaða? Trú mín segir að sjálfsfróun sé slæm.
 
Jafnvel þó að sum trúfélög fullyrði að sjálfsfróun sé siðferðislega rangt athæfi, þá muntu ekki hljóta líkamlegan skaða af eða valda öðrum líkamlegum vandamálum. Ekki heldur geðveiki, hárugum handabökum eða neinu þvíumlíku.
 
Ég er 15 ára og get ekki farið í gegnum tvo daga án þess að stunda sjálfsfróun, er hægt að stoppa þetta?!!!
 
Kynferðislanganir eru oft sterkar á þínum aldri og löngun í sjálfsfróun fullkomlega eðlileg. Ekki hætta, ekki hafa áhyggjur. Sinntu þörfinni bara. 
 
Húðin í kringum eistun er orðin dekkri. Er það sjálfsfróun að kenna?
 
Neibb...húðin sem umlykur eistun dökknar þegar þú framleiðir meira testósterón (karlhormón). Sama gerist við typpið. Merkir bara að þú sért að fullorðnast...
 
Stelpurnar spá hins vegar í þetta:
 
Getur læknir séð í skoðun hvort ég stunda sjálfsfróun?
 
Nei, hvort sem þú velur að nota fingur eða víbrador, skiptir engu. Svo framarlega sem þú nuddar þig ekki svo fast að valdi áverkum...
 
Er hægt að fá kynsjúkdóm þegar maður stundar sjálfsfróun?
 
Nei, ekki svo framarlega sem þú ert ekki að nota ryðgaðar dósir sem geta valdið sýkingu...hafa aðskotahluti hreina og málið er dautt. Hvort sem þú ert maður eða kona.
 
Og þá vitum við það....eða ekki.