Má bjóða þér vel skipulagða eign á nokkrar millur í 101?


Ég er 101 latte-lepjandi, en ögn áttavillt rotta. Og finnst það cool.
 
Nema hvað, þar sem ég rangla um í Grafarvoginum sem stendur, sem notabene er dásemd, þá er miðbær Reykjavíkur sá staður sem ég mun og ætla að enda á.
Ég mun því skakklappast í ellinni með staf á milli kaffihúsa, vittu til og skál í boðinu!
 
Þessi krúttlega eign er til sölu á Nýtt heimili fasteignasala, hún er samtals 66fm, á 1. hæð við Klapparstíg. Þar af er 6.1fm geymsla.
 
 
Hugguleg stofa
 
 
 
Það sem mér þykir skipta mestu máli þegar kemur að vali á eign, hvort sem er til leigu, eða kaups, er eldhúsið og baðherbergið. Því vil ég að geta þess hér að bæði eldhús og baðherbergi voru endurnýjuð að einhverju leiti fyrir nokkrum árum.
 
 
 
Eldhúsið var standsett fyrir nokkrum árum
 
 
Fyrir allar frekari upplýsingar eða til að bóka skoðun, hafið samband við Reyni Erlingsson löggiltan fasteignasala í síma 414-6600 / 820-2145 - netfang reynir@nyttheimili.is.