DIY - ekkert væl yfir veðrinu - búum til himneskan ilm!


Ég kaupi ilmolíur yfirleitt tilbúnar - hýbýlailminn - stórútgjaldaliður af heimilishaldinu. Ég er nefnilega sökker fyrir góðum ilmi...sökker!
 
Það er svo lítið mál að búa sjálfur til sitt eigið, að það er nánast lummó að segja frá því. Á öllum venjulegum (og óvenjulegum) heimilum ætti það sem til þarf í þessa aðgerð, að vera til.
Við þurfum eftirfarandi:

Krukku með loki 
olíu (olive-olía er það sem ég nota)
bómullarkertaþráð (fæst í föndurbúðum) -ég hef líka fórnað kerti sem mér fannst ekkert sérlega sexý á litinn
festingu á botninn (fæst í föndurbúðum) - ég hef notað festingu af sprittkerti þegar andinn kom skyndilega yfir mig og ég átti ekki festingu.
 
Hamar, nagla og skæri.
 
 
Fallegt ekki satt? Um að gera að dúndra þessu um allt hús
 
 
 
Týnið til allskyns skraut sem ykkur dettur í hug, bæði til að ná fram lykt og/eða því útliti sem þú sækist eftir.
 
T.d. köngla, negulnagla, sítrónu- og/eða appelsínubörk, Lavander, vanillustangir, rósablöð, allskyns steina má nota sem og skeljar. Ber, laufblöð, kristalla. Möguleikarnir eru endalausir. Látið ykkur detta eitthvað sniðugt í hug. 
 
 
 
 
Svona förum við að:

Byrjum á að negla gat í gegnum lokið fyrir miðju. Fyllum nánast krukkuna af lyktalausri olíu, t.d. oliviu olíu. Setjum innihaldið sem við höfum valið í krukkuna. Passum að væta þráðinn vel -en þerra hann síðan efst þar sem hann stendur upp úr lokinu. Þannig er hægt að koma í veg fyrir óþarfa brunalykt þegar við loks kveikjum á dýrðinni. 
 
Skrúfum lokið vel á, kveikjum og njótum. Góða skemmtun og munið, þetta er alveg tilvalin tækifærisgjöf!
 
 
  Fylgstu með okkur á Facebook!