Rétt greining skiptir máli, þetta snýst um líf eða dauða


Rétt greining skiptir máli, þetta snýst um líf eða dauða. Svo sorglegt er það.
 
Á milli réttrar greiningar er ekki breitt bil. Hringjum alltaf í 112 og látum þau meta ástandið. Því þar á bæ eru ekki teknir sénsar.
Það var veisla og Inga hrasaði og datt. Hún fullvissaði alla um, að allt væri í lagi með sig ( þau buðu henni að hringja í lækni ) hún hefði bara hrasað um stein af því að hún væri í nýjum skóm.
 
Henni var hjálpað við að laga sig til og var færður matur á nýjan disk - og þrátt fyrir að hún virtist svolítið óstyrk, hélt Inga áfram að skemmta sér það sem eftir var kvöldsins.
 
Maðurinn hennar hringdi seinna og sagði frá því að Inga hefði verið flutt á spítalann og kl 6:00 um morguninn hefði hún verið dáin.
 
Hún hafði fengið heilablæðingu í veislunni. Hefði fólkið vitað hvernig maður getur þekkt einkenni heilablæðingar, væri Inga mögulega enn á lífi....
 
Það tekur bara fáeinar mínútur að lesa þetta: Taugalæknir fullyrðir að fái hann sjúkling með heilablæðingu til sín innan þriggja tíma geti hann lagað allt sem kemur af völdum heilablóðfalls!
 
Hann segir að ef að fólk geti séð hvort það sé heilablóðfall eða ekki er vandinn leystur. Ef að fólk veit hver einkennin eru, eiga þau að geta komið sjúklingnum undir viðeigandi læknishendi innan þriggja tíma.
 
Að bera kennsl á Heilablæðingu (slag):
 
 -Nú segja læknar að allir geti lært að bera kennsl á heilablæðingu með því að beita þremur einföldum ráðum:
 
 
1. * Biðja manneskjuna að HLÆJA 

2. * Biðja manneskjuna að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM

3. * Biðja manneskjuna að SEGJA EINA EINFALDA SETNINGU (sem er í samhengi - t.d.: Sólin skín í dag).
 
 
Ef viðkomandi á í erfiðleikum með eitthvert þessara atriða - hringið þá strax í neyðarnúmerið 112 og lýsið einkennunum.
 
Hjartasérfræðingur segir að ef allir sem fá þennan tölvupóst, sendi hann áfram á 10 aðra, getir þú að minnsta kosti reiknað með því að einu mannslífi verði bjargað.
 
LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA - DEILDU ÞESSU MEÐ EINS MÖRGUM OG ÞÚ GETUR!
 
Fylgstu með okkur á Facebook!