Litaðu hænueggin -myndband


Það eru að koma páskar! Jibbý! Lituð hænuegg í sköpun dagsins, takk fyrir.
 
Svona fer ég að...
 
Ég tæmi eggin og blæs úr þeim innihaldinu (sting nál í báða enda og blæs -þarf mikla þolinmæði - hægt hægt hægt...) og sting hálfu eggi ofan í bað með lit. 
 
Sný því næst egginu á hina hliðina og læt standa, þar til þurrt. Gott að notast við gamlan eggjabikar sem má skemmast.
Stundum set ég agnarögn af lit á hinn helminginn, en nóg er að leyfa náttúrulega litnum að halda sér. Öðrumegin. 
 
Ég sting bandi í gegn og hengi upp á greinar með silkiborða.
 
Farðu í Heiðmörk eða Elliðarárdalinn, náðu þér í grein.
 
Kannski hittumst við!