Ritstjórinn splæsti á sig geggjuð nærföt!


Þegar ég var lítil, man ég að amma lagði mikla áherslu á að það væru aldrei göt á nælonsokkabuxunum sínum. Ástæðan? Ef svo óheppilega vildi til að hún myndi lenda í bílslysi og deyja, vildi hún vera „fín“ til fara...og ekki verða sjálfri sér og fólkinu sínu til skammar.  

 

Ok, fínasta pæling...

 

Sonardóttir hennar ömmu, sem mun vera ég, tók þetta alla leið í kringum gelgjutímabilið. Er og verð sjálfsagt alltaf „sökker“ fyrir fallegum nærfötum –og ef svo ólíklega vildi til, að þú sæir mig á slíkum klæðum, máttu bóka að ég verð í samstæðum –þ.e. nærbuxum og brjóstahaldara.

 

Mín skoðun er reyndar sú, að allar konur ættu að klæðast fallegum undirfötum -og í minni orðabók, er ekkert til sem heitir "túrnærbuxur"! Hvað er málið með það? 

 

Nærfatnaður er ekki það sama og nærfatnaður í mínum huga, hafa það á hreinu. Oftar en ekki pirra miðarnir mig óstjórnlega og ég klippi þá af. Hlýrarnir særa mig, mig klæjar undan efninu, gæti í raun haldið endalaust áfram...finn flestu til foráttu. Enda með fáránlega viðkvæma húð.

 

 

 

 

Um daginn fékk ég mér nærfatasett úr versluninni Isabella vefverslun, sem er staðsett á Akureyri. Sú verslun er í miklu uppáhaldi, þar sem ég er dúkkulísan sem fer fram á að fá toppþjónustu og gæðavöru. Ef ekki, þá er ég ekki að fara að versla hjá viðkomandi aftur. Einfalt mál.

 

Um er að ræða Calvin Klein nærfatasett, sem er ekki bara smart –heldur hrikalega klæðilegt, fallegt og ekki síst þægilegt. Ég er hæstánægð!

 

 

Sönnun!

 

Ég fékk mér líka náttföt – Ó HERREGUD! Hvað er að frétta!? Efnið er dásamlega mjúkt, bæði toppur og buxur fallega sniðið, eða aðsniðið –og Heiða litla sem alla jafna sefur einsog Guð skapaði hana, hefur síðastliðnar nætur sofið í náttfötunum sínum einsog þægur leikskólakrakki. 

 

 

 

Þægileg og falleg - skál í kaffi! 

 

 

Ég hvet ykkur til að skoða síðu Isabella undirföt á Facebook -ég sá að það voru að detta inn dónalega smart undirföt, sundfatnaður og bikiní  –en við þurfum jú allar minnst sett fyrir komandi sumar. Isabella býður upp á mikið vöruúrval ma. DKNY, Armani og Esprit.

 

Sumar sem verður að öllum líkindum heitt, milt og gott –þar sem aðfaranótt Sumardagsins fyrsta, fraus saman sumar og vetur, sem boðar gott samkvæmt íslenskri þjóðtrú.

 

 

 

 

Stelpur, nú legg ég til að þig gerið vel við ykkur og ekkert múður! Tökum á móti komandi sumri með stæl í fallegum nærfatnaði (og náttfötum) - við eigum það svo sannarlega skilið eftir "töff" vetur!

 

Njótið ykkar og lífsins - ykkar einlæg.

 

Heiða