Vilt þú gerast stuðningsaðili fyrsta sólódisks Bergljótar Arnalds „Hjartsláttur“?Leikararnir Pálmi Gests, Laddi, Karl Ágúst Úlfsson, Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur, Dimitry Ashkenazy, Ragga Gröndal tónlistarmenn, Benedikt Erlingsson kvikmyndaleikstjóri og Nína Dögg leikkona eru meðal þeirra nafna sem sjá má á stuðningslista yfir þá sem vilja að Bergljót Arnalds gefi út sinn fyrsta sóló disk.
 


Bergljót er nú þegar komin með 72 "Backers" á Karolina fund og selt diska til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Bretlands og Danmerkur. Þá hafa tveir aðilar keypt sérhannaðan trefil af listakonunni.

 

 

Bergljót samdi lagið við; Bæn álfkonunnar Taminu

 

 

Fjármögnunni lýkur á morgun mánudag þannig að allir þeir sem vilja styðja við útgáfuna eða kaupa diskinn í forsölu þurfa að gera það strax. Listakonan er þegar komin með 71% af fjármögnuninni en ef hún nær ekki fullri fjármögnun fá allir endurgreitt.

 


Viltu eignast fyrsta sólódisk Bergljótar Arnalds „Hjartsláttur“ og um leið styðja við að útgáfan verði að veruleika?
 

 

Ef svo er ferðu inn á þessa slóð. Hvet þig til að hlusta á myndskeiðið: Bæn Álfkonunnar (The Elves Prayer). Ævintýralega fallegt og vel gert; Gæsahúð!

 

Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook?