Ég er ekki mennsk - lifandi eftirmynd Barbie - VIÐTAL


Valeria Lukyanova hefur hlotið gríðarlega athygli fyrir að vera og lifa sem hin, "lifandi eftirmynd Barbie".
 
 
Einnig er hún þekkt víða fyrir andleg námskeið sín, þar sem hún miðlar af reynslu sinni og kunnáttu um að ferðast út úr líkamanum, bæði í tíma og rúmi.
 
Hér talar hún um geimverur, fegrunaraðgerðir, eiginmann sinn og af hverju hún vill aldrei eignast börn. Hún neitar að gefa upp sinn rétta aldur og er viðtalið þýtt úr móðurmáli hennar, rússnesku.
 
 
 Hvernig líður þér með að vera þekkt sem "lifandi Barbídúkka"?
 
 
"Sjáðu til, fyrir mér er Barbie dúkkan fullkomin, hún var sköpuð sem mennsk fullkomnun. Þegar ég tók mér hana til fyrirmyndar var ég mjög jákvæð til að byrja með, ég fékk hrós allstaðar frá. En síðan fór fólk að ráðast á mig, og efaðist um greind mína. Það var mjög sársaukafullt fyrir orðspor mitt, þar sem ég er andlegur kennari og fyrirmynd fyrir fjöldann allan af fólki."
 
 
Hvað varð til þess að þú gerðist andlegur kennari?
 
 
"Ég hóf að fara út úr líkamanum sem ung stelpa, ég gat ferðast utan líkama míns til annarra reikistjarna og alheimsins. Þegar ég var yngri gerðist það sjálfkrafa, en núna get ég stjórnað ferðum mínum og ferðast því aðeins þegar mig langar til þess. Síðastliðin fjögur ár hef ég verið með námskeið um hugleiðslu og að ferðast út úr líkamanum."
 
 
 
 
 
Hversu vinsæl ertu sem andlegur kennari? Og hvað er það sem þú kennir nákvæmlega á námskeiðinu?
 
 
"Mikið af fólki er áhugasamt um þetta málefni, fólk gerir sér ekki grein fyrir því þegar geimverur heimsækir það. Það þarf að útskýra þessa hluti fyrir fólki. Ég þekki aðeins til örfárra sem búa yfir þeim hæfileikum að hafa samskipti við gesti frá öðrum siðmenningum. Reynsla mín er mjög víðtæk. Ég ferðast um allt, inn í fortíðina og inn í framtíðina.
 
 
Ég deili einnig hugmyndum mínum um mataræði til fólks, ef þú vilt vera langlífur, falleg og heilbrigð manneskja þá verður þú að borða grænmeti og jurtir í litlum skömmtum, þú verður orkumeiri, finnur fyrir tærari tilfinningum sem mun gera þig að mjög skapandi manneskju."
 
 
Þannig að þú átt í samskiptum við geimverur?
 
 
"Öllum stundum. Samskipti mín við geimverur eru ekki munnleg, við tölum tungumáli ljóssins. Ég hef lært mikið af þeim. Í dag veit ég að ég hef mjög gamla sál. Gamlan anda. Ég veit líka að manneskjan er síst þróuð af öllum verum, hvað varðar siðmenningu.
 
 
Við mannfólkið erum á lægsta stigi hvað varðar þróunina, geimverur kenndu mér að skilja allt um sköpun alheimsins. Það kom meðal annars í ljós að sannleikurinn hefur ekkert með það að gera, hvernig trúarbrögð túlka hann."
 
 
 
Þannig að þú aðhyllist engum trúarbrögðum?
 
 
"Nei, það geri ég ekki. Ég veit of mikið um líf og dauða til að trúa á eitthvað af þeim trúarbrögðum sem standa til boða í dag. Trúarbrögð hægja bara á andlegum þroska þínum.
 
 
Það er ekki til neitt sem heitir paradís eða helvíti. Búddismi er eina heimspekin sem kemst nálægt því að skapa alvöru skilning á sköpun og uppbyggingu alheimsins og hvernig sálin ferðast."
 
 
Finnst þér útlit þitt skipta jafn miklu máli og að vinna sem andlegur kennari? Hvaða áhrif hefur útlit þitt á andlega vinnu þína?
 
 
"Já, óvenjulegt útlit mitt laðar viðskiptavini að andlega starfi mínu. Ég held að ég væri ekki svona vinsæl ef ég liti "eðlilega" út. Í viku hverri fæ ég tölvupósta frá hundruðum aðdáenda sem sýna andlegri kennslu minni áhuga."
 
 
Margir eru heillaðir af útliti þínu. Hvernig líður þér með það?
 
 
"Ég trú því útlit mitt hvetji annað fólk til að betrumbæta eigið útlit, að borða heilsusamlega, taka virkan þátt í lífinu og vera meira skapandi. Það er mjög mikilvægt að borða minna, njóta náttúrunnar, lifa í sátt við þína innri veröld. Það er alltaf pláss fyrir fullkomnun, það veltur bara á persónulegri ósk hvers og eins."
 
 
Ertu gift? Ætlar þú að eignast börn?
 
 
"Já, ég er gift manni sem ég hef þekkt síðan ég var í skóla. Feður okkar eru vinir. Við hjónin erum mjög náin. Nei, ég ætla aldrei að eignast börn. Einu sinni þegar ég ferðaðist út úr líkama mínum, gerði ég mér ljóst að ég væri ekki mennsk. Að andi minn og sál eru ekki mannlegs eðlis. Ég ætti því aldrei að eignast börn í þennan heim."
 
 
 
Hverjar telur þú vera fallegustu konurnar í Hollywood í dag?
 
 
"Það er erfitt að segja. Þegar ég var yngri dáðist ég að björtum persónuleikum eins og Bridget Bardot og Sophia Loren, en í dag sé ég ekki margar fallegar konur frá Vesturlöndum.
 
 
Nema kannski Angelina Jolie, hún er falleg. Persónuleiki hennar skín svo skært. Fegurð konunnar liggur ekki bara í útliti hennar, fer líka eftir hegðun, athöfnum og hvernig hún horfir á þig."
 
 
Það eru myndir af þér á netinu sem unglingsstúlku og þú lítur allt öðruvísi út þar en í dag. Getur þú útskýrt það?
 
 
"Flestar eldri myndir sem þú finnur á netinu af mér eru photo-shoppaðar. Ekki trúa öllum sögunum sem þú lest á netinu, einsog að ég hafi látið fjarlægja rifbein. Það er ekki satt. Eina lýtaaðgerðin sem ég hef farið í var brjóstaaðgerð. Mitti móður minnar er grannt einsog mitt, ég erfði það frá henni."
  
 
Hvað gerir þú til að halda þér í formi?
 
 
"Ég fer í líkamsrækt þrisvar í viku og ég hleyp einnig mikið. Það er mjög mikilvægt að borða ekki tveimur tímum fyrir líkamsrækt, drekka aðeins vökva. Ég vel frekar fljótandi mataræði. Alls ekki drekka mikið vatn með mat viljir þú grannan líkama.
 
 
Stærsta leyndarmálið er magnið af fæðu sem ég fæ mér í hvert sinn, sem er mjög lítið."
 
 
 
Þegar fólk sér þig á götu, hvernig eru viðbrögðin? Hvað finnst eiginmanninum þínum?
 
 
"Í hvert skipti sem ég fer út, fæ ég hrós. Fólk stillir sér gjarnan upp við hlið mér og vill mynd með mér. Sérstaklega þegar ég ferðast erlendis.
 
 
Maðurinn minn hefur þekkt mig í meira en 10 ár. Hann er vanur því að ég sé fegurðardrottningin í öllum partýum, alveg frá því að við vorum saman í skóla. Sem betur fer, fer maðurinn sjaldan á netið og er því ekki meðvitaður um neikvæðar athugasemdir í minn garð."
 
 
Er eiginmaður þinn mennskur?
 
 
 "Ég kýs að tjá mig ekki um það mál, ég vil ekki skemma mannorð hans."
 
 
Í hvernig fötum líður þér best í?
 
 
"Mér líkar illa við íþróttafatnað. Ég kýs frekar kvenleg föt, kjóla, háa hæla, fyllta hæla, allt sem leggur áherslu á línur líkama míns. Ég myndi aldrei fara í víð eða "baggy" föt. Uppáhalds hönnuðurinn minn er Dolce & Gabbana."
 
 
 
Fleiri milljónir hafa skoðað YouTube myndbönd af þér. Hver er leyndardómurinn á bakvið velgengni þína?
 
 
"Ég nýt vinsældanna, jafnvel þó ég skilji ekki allar athugasemdirnar sem eru á ensku. Án efa er það mín innri orka sem dregur fólk að mér. Það er til fullt af fallegum konum í heiminum, en milljónir velja að skoða myndbandið mitt.
 
 
Ég held líka að neikvæð ummæli um mig hafi byrjað um leið og andleg námskeið mín urðu vinsæl. Á einni nóttu logaði netið og fólk öskraði út um allt um þessa lifandi Barbie dúkku, heimska ljósku og fleira í þeim dúr. Ég er viss um að þetta var með ráðum gert og skipulega, í þeim tilgangi að eyðileggja orðspor mitt."
 
 
Hver eru framtíðaráform þín? Hefurðu íhugað að sitja enn frekar fyrir sem módel? Skrifa bók? Vera með þinn eigin sjónvarpsþátt?
 
 
"Ég hef nú þegar gefið út bók um ferðlög mín til annarra heima. Ætlun mín er að þróa tónlistaferil minn enn frekar. Ég á nú þegar yfir 100 lög. Sama hversu ljóta hluti fólk segir um mig, mjög fljótlega verð ég poppstjarna og vinsæll andlegur kennari um ferðalög utan eigin líkama."