RÁÐABRUGG; Lengdu líftíma afskorinna blóma


Hver elskar ekki afskorin blóm? Flestir elska þau... grunar okkur.
 
Að sama skapi er hundfúlt þegar vöndurinn visnar, en það eru til nokkur góð ráð til að lengja líftíma blómanna.
 
Eins og t.d. að skera ávallt á ská neðan af stilknum með flugbeittum hníf. Heyrðum að ekki væri eins áhrifaríkt að nota skæri...
Ef stilkurinn (stilkarnir) er mjög sver (sverir) má skera upp í endann, með þeim hætti fær vatnið öruggari greið að blóminu.
 
Munið að fjarlæga öll blöð neðst af blóminu, eða þau blöð sem fara ofan í vatnið á vasanum. Blöðin rotna og hafa eitrandi áhrif á vatnið...og blómið.
 
Gott er að setja blómin í kæli á kvöldin. Blóm elska kalt loftslag. Þessi einfalda aðgerð eykur líftímann til muna.
 
Gott er að setja út í vatnið áður en blómin er sett í vasa; t.d. aspiríntöflu eða ísmola. Jafnvel "klink" er sagt vera gott.
 
Einnig er gott ráð að setja 2 msk af ediki og 2 msk af sykri á móti 1 ltr af vatni. Edikið mun hamla vexti gerla á meðan sykurinn veitir góða næringu.
 
 
Að síðustu; blóm lifa lengur, ef þau er ekki of mörg saman í vasa.
 
Gefum blóm! Blóm gleðja.