Svitalyktareyðir sem þú mátt borða!


Flestir hafa áhuga á því sem þeir set í sig og á.


Oft heyrum við um hversu mikið sé af aukaefnum í öllu mögulegu. Meira að segja snyrtivörunum sem við setjum á húðina. Við vitum að það sem við setjum á húðina fer inn í kerfið hjá okkur. Jafnvel óæskileg efni, þá gerist óhjákvæmilega eitthvað óæskilegt í líkamanum....

 

Okkur finnst sjálfsagt að prófa okkur áfram í að búa eitthvað til sjálf.

Meginreglan er: Ef þú getur borðað það, þá er það í lagi fyrir húðina.


Okkur datt í hug að búa til svitalyktareyði, sem væri líka ætur - yrði maður mjöög svangur.

Við skoðuðum á netinu og duttum niður á eina uppskrift sem við breyttum lítillega.


Við þurfum aðeins þetta:

1/4 bolli matarsódi

1/4 bolli maizenamjöl
6-7 msk kókosolía (lífræn)


Best er að hræra matasódann og maizenamjölið vel saman fyrst. Láta kókosolíuna standa í stofuhita helst í um sólarhring áður en hafist er handa (þá er hún mjúk og fín).

 

Svo er bara að finna sér fallegar krukkur! Við kjósum glerkrukkur., Smella þessu öllu saman og hræra vel!

 

Nú ættir þú að vera komin með æðislegan svitalyktareyði. Það skemmtilegasta við hann er að hann VIRKAR og það má borð'ann!.

 

Þessi blanda endist í 3-4 mánuði.

Svo er auðvitað hægt að setja meira út í, t.d. ilmkjarnaolíur (essential oils), og þá einhverja lykt sem ykkur finnst góð. En kókosolían er einsog flestir vita, dásemdin ein! 

 

Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook?