Má bjóða þér á Grímuna í nýjum fatnaði frá NEXT?


Finnst þér gaman að fara í leikhús? Langar þig á Grímuna íslensku sviðslistaverðlaunin sem haldin verða 16. júní nk.? Vantar þig eitthvað nýtt til að fara í? Ef þú svarar tveimur af þessum spurningum játandi, þá hvet ég þig til að lesa áfram.
 


Leikhústorg á leikhús.is


Eftir 10 ára líftíma er leikhus.is meira lifandi en nokkru sinni fyrr. En nýverið var að tekin í gagnið nýr og endurbættur vefur fyrir leikhúsnotendur, við erum að tala um sannkallað leikhústorg þar sem hægt er að finna allt um leikhús á Íslandi – á einum og sama staðnum. Vefurinn er afar aðgengilegur og upplýsandi með skemmtanagildi einnig, t.d.  í formi viðtala.
 

„Hvað er í leikhúsinu – í kvöld?“
 

Á vefnum geturðu nálgast upplýsingar um allar leiksýningar á landinu, án óþarfa heimsókna yfir á aðrar heimasíður. Spurningunni „Hvað er í leikhúsi í kvöld?“ hefur því aldrei verið auðveldara að svara.
 

Nýtt árið 2015 – umfjöllun, gagnrýni og viðtöl við leikhúsfólk
 

Til að gera vefinn enn efnisríkari en áður eru nú lögð drög að því að leikhus.is verði vettvangur lifandi skoðanaskipta um leikhús og leikhúsmál. Árið 2015 verður því boðið upp á umfjöllun og gagnrýni um leiksýningar og birt skemmtileg viðtöl við leikara, leikstjóra, búningahönnuði og aðra sem koma að töfraheimi leikhússins. 


 

 

 

Sagan á bakvið leikhús.is
 

Sagan á bak við leikhús.is er sú að jólin 2003 styrkti Söluskóli Gunnars Andra (SGA) hinn nýstofnaða leikhóp Fimbulvetur, en hópurinn setti upp hið bráðskemmtilega verk Ójólaleikrit eftir Jeff Goode. Styrkur SGA fólst m.a. í auglýsingum og sérstöku vefsvæði fyrir leikhópinn.

 

Á þessum tíma kynntist Gunnar Andri því af eigin raun hversu erfitt var fyrir lítinn leikhóp að standa í markaðsstarfi og keppa við stóru leikhúsin á jafnræðisgrundvelli.
 

Hann velti því fyrir sér hvernig færa mætti leikhúsið nær almenningi og auka möguleika áhuga- og atvinnuleikhúsa og hópa til að kynna sig. Það var svo þann 27. janúar 2004 að hugmyndin kviknaði – netið var besti staðurinn til að sýna framboðið í leikhúslífi á Íslandi.
 

 

 

 

Eftirgrennslan leiddi í ljós að lénið www.leikhus.is var laust og var það keypt þegar í stað. Undirbúningur að upplýsinga- og þjónustuvef fyrir leikhús á Íslandi var hafinn og í júní 2004 var fyrsta útgáfan af leikhus.is komin á netið.


Leikhus.is opnaði formlega haustið 2004 og er SGA enn þann dag í dag aðalmáttarstólpi leikhús.is.

 

Og nú kem ég að rúsínunni í pylsuendanum, því þú lesandi góður hefur nú möguleika á að taka þátt í skemmtilegum leik en verðlaunin eru ekki af verri endanum:

 

20.000 kr. gjafabréf í NEXT og tvo miða á Grímuna Íslensku sviðslistaverðlaunin sem verður haldin í Borgarleikhúsinu 16. júní nk. í boði NEXT! En dregið verður 26. maí nk. 

 

Smelltu hér –til að taka þátt! 

 

Fylgstu með okkur á Facebook!