Lúxusíbúð í Rússlandi


Þessi stórkostlega íbúð er hönnun þeirra Alexei Nikolashina, Alexandra Fedorova og Irina Shumaeva. Íbúðin er í einni eftirsóttustu og nýtískulegustu byggingu í Moskvu, eða í hinni frægu Triumph Palace.

Hugsað hefur verið fyrir hverju smáatriði og kemur kalt krómið frábærlega vel út með hvítu veggjunum og hlýja viðnum, ásamt dökkgula litnum á vegg sem hannaður var sérstaklega sem bóka- og sjónvarpshilla.
 
Stofan er í minimalískum stíl og er aðskilin að einhverju leyti með bar úr viði.
 
Sjón er sögu ríkari.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ert þú í fasteignahugleiðingum? Fáðu frítt sölumat - SMELLTU HÉR
 
 
 
heida@spegill.is