Nokkur snilldar húsráð! Fljótlegasta leiðin til að skræla kartöflur og...


Hvort heldur ,sem þú ert að leita að ráðum til að halda skótauinu í skefjum, vilt bora, þeyta eða hræra án þess að subba allt hverfið út...
 
...finna spennurnar þínar á núllkommanúlleinni.... vilt eiga kost á því að velja alltaf rétta lykilinn (fyrst af öllum á kippunni) þegar þú kemur heim að kvöldi.
 
Eða vilt einfaldlega læra að skræla kartöflur með undarverðum hætti  - þá ættir þú að taka þér nokkrar sekúndur og skoða þetta nánar.
 
Njóta og nota!
Púðursykurinn alltaf mjúkur...
 
 
...með því að smella tveimur eða þrem sykurpúðum með ofan í pokann og loka tryggilega.
 
 
Allir skór á sínum stað... 
 
 
...snagar undir yfirhafnir gegna hér nýju hlutverki.
 
 
Hvaða lykill er hvað, hvurs og ekki síst hvert?
 
 
Naglalakk til bjargar og aðgreiningar.
 
 
Hárspennurnar alltaf við höndina
 
 
"Magnet" - borði með lími á bakhlið, fæst í öllum betri föndurverslunum.
 
 
Bora án þess að subba út
 
 
Post it gegnir hér mikilvægu hlutverki.
 
 
Engan subbuskap þegar deigið er hrært eða rjóminn þeyttur
 
 
Smellir einfaldlega einnota pappadisk (eins og sést á mynd)
smjör- eða álpappír gegnir sama hlutverki ef enginn er diskurinn
 
 
Ísmolar - viljir þú þá glæra ísmola í glasið þitt...
 
 
...skaltu sjóða vatnið áður en þú frystir það.
 
 
Muffins mót er til margra hluta nytsamlegt
 
 
...eins og tildæmis viljir þú fylltar paprikur og vantar stöðugleika...
 
 
Fataskápurinn ferskur og án raka...
 
 
...krítar koma til bjargar - halda raka í skefjum og þvottinum ferskum.
 
 
 
WD 40 er magnað stöff! 
 
 
... nær til að mynda vaxlitum af á augabragði!
 
 
Límbandið alltaf klárt...
 
 
...með því að setja tannstöngul á endann - eða bréfaklemmu, eldspýtu osfrv. þá þarftu aldrei að plokka eða leita - eitt "pirr" frá...
 
 
Festingin týnd af eyrnalokkunum?
 
 
Ekki málið - notaðu strokleður til að redda þér!
 
 
Það sýður...
 
 
...og þú vilt fyrir alla mun halda suðunni á sínum stað. Smelltu trésleif þversum yfir pottinn - virkar! 
 
 
Rúmfötin á sínum stað
 
 
 
Ef þú ert ekki byrjuð á þessu nú þegar, þá einfaldlega verður þú! Settu sænguverasettið í eitt koddaverið - tekur mun minn pláss og allt á sínum stað.
 
 
 
 
Og að lokum, þá er þetta hugsanlega fljótlegasta leiðin til að skræla kartöflur undir tunglinu...
 
 
Eftir suðu - skellir þú kartöflunum í kalt vatn í 5 sekúndur - og sjáðu!
 Voila - smýgur af!