Stjörnumerkin og fjárhagurinn


Kíkjum á hvað stjörnumerkin hafa um fjármálin okkar að segja.
Er tildæmis Fiskurinn skapandi og dreyminn? Rýkur Steingeitin upp metorðastigann með engri eða lítilli fyrirhöfn? 
 
Þú kannski þekkir þig hér að neðan. Eingöngu til gamans og alls ekki heilagur sannleikur. 
 
Hrúturinn

Þú ert uppfull/ur sjálfstrausts, orku og óbilandi krafti. Þú bókstaflega hleypur yfir allar hindranir sem verða á vegi þínum. Það gefur því augaleið að þér vex fátt í augum og þú setur alls ekki fyrir þig að vinna þig upp frá neðsta þrepi í metorðastiganum.  Hrútar eru gjafmildir fram úr hófi og þekktir fyrir að dekra ástvini sína fram úr öllu hófi.

 

Tvíburinn

Þú hugsar hratt og talar af sannfæringu. Ætti því að vera lítið mál fyrir þig að vinna þig upp í stöðu. Þú ert það sjarmerandi að þú nærð að selja blindum áskrift af tímariti. Örlát/ur fram í fingurgóma. Átt það þó til að vera það fljótfær að þú eyðir um efni fram. Að öllum líkindum átt þú auðvelt með að koma orðum þínum niður á blað á skemmtilegan hátt.  Spurning að nýta sér þá gáfu í hagnaðarskyni?

 

Nautið

Þú færð oftar en ekki óvenjulegar en sniðugar hugmyndir. Þú skoðar hlutina vel frá öllum hliðum áður en þú ræðst í þá. Þolinmæði þín og skynsemi verða til þess að þú ferð sjaldnast út í fjárfestingar sem ekki hafa verið vel ígrundaðar. Þú elskar góðan mat og sparar því í engu þegar kemur að fyrsta flokks hráefni.

 

Krabbinn

Ef Krabbinn væri eins mikill snillingur í sínum eigin fjármálum og hann fer með annarra manna fjármuni, væri hann  fokríkur. Heppni í fjármálum hjálpa þér þó líka samhliða snilligáfunni á þessu sviði. Þú gætir hugsanlega unnið í happadrætti á lífsleiðinni. Þú ferð vel með aurana þína og lendir sjaldnast í því rétt fyrir mánaðarmót að vera orðin alveg „krunk“.

 

Ljónið

Þú ættir að reka þitt eigið fyrirtæki. Þú hefur svo sannarlega hæfileikana til þess. Fáir vita betur en þú hvernig á að fara með fjármuni. Að auki þekkirðu tækifærin frá bullinu og það sem meira er; þú  grípur tækifærin á hárréttu augnabliki. Þér líkar sviðsljósið vel, að öllum líkindum finnur þú þér starf í þeim geira. Þú elskar rándýra og fallega hluti. Og eyðir í slíkt af miklum krafti.

 

Vogin

Þú ert dugleg/ur að vinna og aflar því auðveldlega peninga –en því miður eyðir þú þeim jafnhraðan. Annars áttu mjög auðvelt með að láta peningana vinna fyrir þig, verður því sjaldnast blönk/blankur til lengri tíma. Fjárfestingar gætu átt við þig þar sem þú virðist vera einkar lunkinn í þeim málum. Gjafmildi þín er einstæð sem og sá ósómi að draga að greiða útistandandi reikninga á gjalddaga...

 

Meyjan

Þú ert smámunasöm/samur og skyldi því engan undra að þú kýst starf þar sem krafist er nákvæmni. Þér ferst vel að leiðbeina öðrum í fjármálum og átt auðvelt með að vinna fólk á þitt band með þokka þínum.  Að auki ertu afar sparsamur og lifir ekki um efni fram. Þín stærsti löstur er að þú vilt helst engu eyða í sjálfa/n þig...

 

Sporðdrekinn

Þú ert klár. Punktur. Að öllum líkindum vinnur þú á bakvið tjöldin við stjórnunarstörf. Þú færð einnig auðveldlega snilldarviðskiptahugmyndir. Gaman að geta þess að Bill Gates er dæmigerður Sporðdreki. Einn ríkasti maður heims, sem bar það þó ekki utan á sér. Þú ert þannig. Þú þarft ekki á því að halda að aðrir viti um bankainnistæðu þína til að hífa upp sjálfsöryggið. Þú ert einfaldlega með þetta.

 

Bogmaðurinn

Bogmaðurinn er afar hjálpsamur og vinsæll ekki síst vegna léttleika síns. Er yfirleitt alltaf vel liðin af samstarfsmönnum sínum og vinsæl/l. Það besta er að þú lærir af mistökum þínum og ert fljót/fljótur að láta þig hverfa ef félagsskapurinn er ekki við þitt hæfi. Eins og á vinnustað. Þú skiptir einfaldlega um starf. Þú átt nóg fyrir þig, ert helst veik/ur fyrir ferðalögum á framandi slóðir sem og af hinum ýmsu dýrum. Þú ert örlát/ur á vini og ættingja.

 

Vatnsberinn

Vatnsberinn nær að laða að sér alla og þekkir því urmull af fólki. Þú finnur þá helst í fjölmiðlaheiminum eða í listum. Vatnsberinn er yfirmáta gjafmildur og ekki síst á hugmyndir sínar sem hann deilir hægri vinstri. Sem ekki er þó alltaf gott. Þú nýtur lífsins og er flökkueðli þitt ríkulegt. Að öllum líkindum verður þú aldrei vellauðug/ur, því þú lætur aurana frá þér jafnóðum...nema þú passir þig sérstaklega auðvitað.

 

Steingeitin

Það taka allir eftir þér þegar þú rýkur upp metorðastigann með þokka þínum og dugnaði. Orka þín er aðdáunarverð sem og peningavit. Það er harla ólíklegt að þú vanhagi um eitthvað á lífsleiðinni nema þá til skemmri tíma litið. Til þess ertu of útsjónasöm/samur og meðvituð/aður og hugsar ávallt til framtíðar þegar kemur að fjármálum þínum og þinna.

 

Fiskurinn

Skapandi Fiskurinn hlýtur þeirrar sérstöðu að dagdraumar hans geta orðið að veruleika og orðið honum til framdráttar eins og tildæmis í listum. Leiklist gæti átt við þig. Gott væri fyrir Fiskinn, hugi hann á eigin rekstur, að hafa einhvern sér við hlið til að sjá um fjármálin. Ekki alveg þín sterkasta hlið. Þú ert annars oftast í góðum málum fjárhagslega. Ef á móti blæs, áttu fjöldann allan af vinum sem koma hlaupandi og styðja við bakið á þér.

 

Í hvaða stjörnumerki ert þú?

 

Fylgstu með okkur á Facebook!