Stjörnumerkin og ástin


Eldmerkin eru; Hrútur, Ljón og Bogmaður, jafnframt teljast þau vera svokölluð jákvæð stjörnumerki. Naut, Meyja og Steingeit eru hinsvegar neikvæð og flokkast undir jarðmerki.
 
Loftmerkin; Tvíburi, Vog og Vatnsberar munu teljast til jákvæðra loftmerkja. Vatnsmerkin; Krabbi, Sporðdreki og Fiskar munu vera neikvæð.
 
Allajafna eiga jákvæðu merkin vel saman innbyrðis og sama má segja um þau neikvæðu.
 
 
Hrúturinn má undir engum kringumstæðum finna annað en að hann sé í fyrsta sæti hjá maka sínum. Annars gæti hann orðið verulega fúll. Hrútar þurfa alla jafna að vera með manneskju sem kann að meta þær, hefur góð áhrif á sjálfstraust þeirra, eða bara hreinlega dáir þær. Hrútum líður best þegar þeir upplifa öryggi í samböndum sínum þar sem gagnkvæm traust og virðing ríkir.
 
Þessi merki eiga best við þig; Ljón og Vog
Þessi merki eiga síst við þig; Naut og Steingeit
 
Krabbinn þarf maka sem er hógvær, blíður og samúðarfullur. Krabbar leggja mikið upp úr þagmælsku ástvinar síns, sem þeir verða að geta treyst 100%. Krabbar búa yfir afar sérstæðum húmor og verða makar þeirra að kunna að deila honum með þeim sem og vera reiðubúinir til að draga Krabbann út úr skelinni sinni.
 
Þessi merki eiga best við þig; Naut, Sporðdreki og Krabbi
Þessi merki eiga síst við þig; Hrútur, Tvíburi og Vog
 
Nautið þarf sjálfsöruggan maka. Nautið þarf manneskju sem það getur treyst á og er að auki afar þolinmóður einstaklingur. Draumamakinn þarf ekkert endilega að þéna einhverjar stórkostlegar milljónir, en hann verður að búa yfir þolinmæði og leggja sitt af mörkun eins og Nautið alla jafna gerir. Kynlíf er Nautinu afar mikilvægt og ef sá þáttur er í lagi, verður sambandið sannkallað himnaríki.
 
Þessi merki eiga best við þig; Steingeit, Krabbi og Sporðdreki
Þessi merki eiga síst við þig; Ljón og Vatnsberi
 
Tvíburar þurfa maka sem hafa gaman að því að spjalla og hlæja. Einhvern sem hefur takmarkalaust gaman af lífinu. Þeir aðilar sem reyna að halda Tvíburanum niðri valda því einungis óhamingju og óöryggi. Draumamakinn er því lífsglöð manneskja sem kann að koma Tvíburanum sínum á óvart og sá/sú sem reynir ekki að aftra Tvíburanum, né breyta.
 
Þessi merki eiga best við þig; Meyja, Vatnsberi og Bogmaður
Þessi merki eiga síst við þig; Krabbi og Steingeit
 
Ljónið sættir sig aðeins við það besta í ástum. Ljónið þarf einhvern sem lítur á sig sem miðju alheimsins. Fullkomni makinn fyrir Ljónið er sá/sú sem dáir það og er aðdáandi þess númer eitt, tvö og þrjú. Veldu maka sem dekrar þig út í hið óendanlega og þetta ætti að ganga.
 
Þessi merki eiga best við þig; Hrútur, Bogmaður og Vatnsberi
Þessi merki eiga síst við þig; Naut, Sporðdreki og Krabbi
 
Meyjan þarf maka sem sýnir virðingu og er með báða fætur á
jörðinni. Ekki er verra ef viðkomandi er úrræðagóður og duglegur. Meyjur þola illa draumórafólk, sérstaklega er þeim í nöp við þá drauma sem hafa neikvæð áhrif á innkomuna. Meyjur kjósa einhvern sem dásamar húmor þeirra og er vinnusamur.
 
Þessi merki eiga best við þig; Naut, Fiskar og Tvíburar
Þessi merki eiga síst við þig; Bogmaður og Vatnsberi
 
Sporðdreki þarf maka sem hann getur deilt með þörfinni fyrir tilfinningalega nálægð. Einhvern sem Sporðdrekinn finnur til öryggis hjá. Einhvern sem lætur drekanum líða eins og það sé ótrúlega kynþokkafull/ur. Gott er ef að viðkomandi njóti velgengni  í sínu og dáist að styrk þínum, án þess að vera í beinni samkeppni við þig. Virðing og gagnkvæmt traust er þó aðalatriðið.
 
Þessi merki eiga best við þig; Naut, Krabbi og Fiskur
Þessi merki eiga síst við þig; Ljón og Vatnsberi
 
Vog þarf maka sem er alltaf til staðar fyrir hana, eigi hún að vera hamingjusöm. Best fyrir Vogina að velja maka sem deilir ófeimin/n með sér hugðarefnum sínum, er alltaf til í að spjalla og vill gera sem flesta hluti með þér. Gagnkvæm aðdáun, bæði líkamleg og andleg verður að ríkja til að sambandið haldi.
 
Þessi merki eiga best við þig; Hrútur, Ljón og Vatnsberi
Þessi merki eiga síst við þig; Krabbi og Steingeit
 
Steingeit dreymir um maka sem hún getur deilt með draumum sínum og markmiðum. Viðkomandi verður að vera umhyggjusamur og virða þörf Steingeitarinnar fyrir öryggi. Viðkomandi verður að vera kurteis við alla, líka þig. Sá á vinninginn sem leitar og finnur leyndu ástríðuna og rómantíkina sem býr innra með Steingeitinni. Sá sem skilur barnið í eðli þínu og leyfir þér án athugasemda að leika þér.
 
Þessi merki eiga best við þig; Naut, Meyja og Steingeit
Þessi merki eiga síst við þig; Tvíbúri og Hrútur
 
Fiskar upplifa hamingju fyrst og fremst í gegnum sameiningu. Sálufélagi þinn þarf að geta tengst tilfinningum þínum og gefa að því gaum að oft á tíðum getur þú verið ansi viðkvæm/ur. Stjórnsöm manneskja getur auðveldlega notfært sér eðlislæga góðmennsku þína og valtað þannig yfir þig. Veldu sterkan maka þér við hlið, sem er sterkur í öllum skilningi þessa orðs.
 
Þessi merki eiga best við þig; Meyja og Sporðdreki
Þessi merki eiga síst við þig; Tvíburi og Steingeit
 
Bogmaður er mikið fyrir nálægð og frelsi. Sá/sú sem fangar Bogmanninn má fyrir engan mun vera stjórnsöm/samur. Viðkomandi þarf að búa yfir sterkri réttlætiskennd og vera léttur í lund. Í raun þarf Bogmaðurinn að geta lesið viðkomandi maka sem opna bók. Bogmaðurinn vill engin leikrit. Einlægni er það sem skiptir Bogmanninn höfuðmáli.
 
Þessi merki eiga best við þig; Bogmaður, Ljón og Tvíburi
Þessi merki eiga síst við þig; Meyja og Naut
 
Vatnsberi þarf að finna maka sem er vinur hans númer eitt, tvö og þrjú eigi hann að finna hamingju. Vatnsberinn þarf hlýju og nánd án þess að finnast makinn vera að kæfa hann. Hann þarf frelsi. Hinn fullkomni maki er hreinn og beinn og býr ekki yfir afbrýðisemi. Hann kann að meta þig, þótt öllum öðrum finnst þú smá skrítin/n.
 
Þessi merki eiga best við þig; Ljón, Vog og Tvíburi
Þessi merki eiga síst við þig; Naut og Krabbi
 
 
 
heida@spegill.is