Spáðu fyrir um ástina þína


Einu sinni var ég norn. Ekki lengur, kann hvorki rass né sporð á hvaða gjafir framtíðin býður upp á. Hvorki mér né þér. Það er hin sanna fegurð í þessu öllu saman. En ég á bækur tengar fyrirbærinu, ég þarf að fara að losa mig við þær...
 
...nei hva? Þetta er gaman, sé ekki tekið fullt mark á þvælunni.
Í þessa spá þarftu aðeins fjögur spil. Fjóra ása. Afar einfalt og fljótlegt. Stokkaðu ásana þína vel, alla fjóra. Lokaðu augunum og einbeittu þér að spurningunni sem þú vilt fá svar við.
 
Dragðu eitt spil úr stokknum. Hvert spil merkir:
 
Hjartaás: Sterkar tilfinningar eru ríkjandi. Ástríða, trygglyndi, en afbrýðisemi. Mikil áhersla lögð á að vera heiðarleg/ur í samskiptum hér. Málin munu þá leysast á besta veg.
 
Spaðaás: Miklar breytingar framundan. Nauðsynlegar breytingar til góðs á endanum.
 
Tígulás: Vandamál í gangi. Eitthvað hefur hvílt á þér. Talaðu út um hlutina til að klára smáerjurnar sem gætu verið að hafa áhrif á rómantíkina. 
 
Laufaás: Settu þig í forgang, bæði drauma, þrár og langanir. Þú ert ekki hálfur helmingur af öðrum. Blómstraðu með auknu sjálfstæði.
 
heida@spegill.is