Hvað segir augnlitur þinn um þig?


Gulur, rauður, grænn og blár -hvernig eru augun þín á litinn? Fann þessa skilgreiningu á persónuleika fólks með tilliti til hvernig augun eru á litinn. Smellti yfir á íslensku og skreytti aðeins með bleikum borða og orðaflippi. 
 
Ágætis afþreying inn í helgina. Passar þetta?
 
Blá augu ( blágrá/grá):
 
Fólk með blá augu endast lengur í samböndum. Bláeygðir eru vingjarnlegir, fallegir eða myndarlegt fólk og sagðir mjög góðir í listinni að kyssa. Þeir falla sífellt fyrir besta vini/vinkonu sinni og skilja ekkert í því hvers vegna í ósköpunum. Bláeygðir eru sagðir mjög opnir, fyndnir og stendur hreint á sama um skoðanir annarra. Bláeygðum finnst gaman að skemmta sér. Þeir elska að þóknast öðrum. En breytast í úlf þegar þeir þurfa á því að halda að standa á sínu.
 
Ef þú ert með blá augu og deilir þessari grein áfram, muntu fá besta koss sem þú hefur upplifað innan fimm daga.
 
 
Græn augu:
 
Fólk með græn augu eru sögð leggja hvað mesta ástríðu í sambönd sín. Er heiðarleg og traustsins vert. Fólk með græn augu sækir í langtíma ástarsambönd. Fólk með græn augu eru einnig sögð fallegasta og skemmtilegasta fólkið, sem elskar að fá aðra til að hlæja. Græneygðir elska snertingu og eru sagðir mjög afslappaðir. Þetta fólk er sagt MJÖG kynþokkafullt og aðlaðandi. Elska að hafa fjör í kringum sig og eru sífellt að leita að áskorun. Fólk dregst auðveldlega að græneygðu fólk því það býr yfir stórkostlegum persónuleika. Einnig munu þeir vera BESTU KYSSARAR sem þú hittir. Þeir hafa tilhneigingu til að fela tilfinningar sínar af ótta við að vera særðir.
 
Ef þú deilir þessari grein og ert með græn augu, muntu hitta lífsförunaut þinn (ef þú ert ekki ennþá búin að því, innan þriggja daga.
 
 
Hnetubrún augu (ljósbrún):
 
Fólk með hnetubrún augu eru afar elskulegt. Fólkið þykir afar kynþokkafullt með góða nærveru. Þeim stendur hjartanlega á sama um hvað aðrir hugsa og segja. Þetta fólk er friðelskandi, ekki mikið fyrir rifrildi. En ef þú stingur þau í bakið, þá ertu "out" - útilokaður úr lífi viðkomandi. Þeir elska partý og eru sagðir "heitust" af öllum. Mjög kynþokkafullt og afar góðir í að kyssa. Fólkið elskar að þóknast öðrum og er afar afslappað og gott að vera í kringum.
 
Ef þú ert með ljósbrún augu og deilir þessari grein áfram þá verður þú afar hamingjusöm/samur í hjarta þínu innan skamms.
 
 
Brún augu:
 
Annaðhvort hrikalega kynþokkafullt eða einfaldlega yndislegt fólk sem elskar að eignast nýja vini. Ástarsambönd hjá brúneygðu fólki einkennist af heiðarleika. Ef um of, endast ástarsamböndin stutt. Ef fólk sem er með brún augu verður virkilega ástfangið, gerir það allt fyrir ástina sína. Vingjarnlegt og kurteist fólk. Elska að vera með maka sínum mest af öllu, ásamt því að skemmta sér. Fullyrt er að brúneygðir séu bestu elskendur undir sólinni og þú vilt ekki fá þetta fólk upp á móti þér eða reita það til reiði. Það gæti orðið subbulegt. Elska ástaratlot og kossa.
 
Ef þú ert með brún augu og deilir þessu áfram þá muntu finna lífsförunaut þinn innan viku (ef þú átt hann ekki fyrir).