Elskar hann mig, elskar hann mig ekki, elskar hann mig...?


Hér á eftir fara nokkrar (hugsanlegar) ástæður af hverju HANN fer...þrátt fyrir að vera ástfanginn af ÞÉR. Stundum fara þeir bara, þessar elskur. Og eftir stendur daman og skilur ekki neitt í neinu.
 
Hver gæti þá raunverulega ástæðan verið? Hér koma nokkur atriði sem vert er að skoða -í eigin fari...
 
Ekki næganlegt rými
 
Báðir aðilar í sambandi ættu að bjóða upp á gott rými. Fólk þarf einfaldlega rými og tíma fyrir sjálft sig. Gefðu honum tíma. Annað er rugl!
 
Konur reyna að "laga" menn - og öfugt
 
Við ættum að sætta okkur við þá einsog þeir eru strax í byrjun. Gæfulegast. Þú gætir hugsanlega flætt hann í burtu ef þú reynir að aðlaga hann að þínum þörfum. Sættu þig við hann einsog hann er, eða losaðu þig við hann!
 
Skortur á kynlífi - áhugaleysi
 
Þessi hlutur er nauðsynlegur í sambandi - verið heiðarleg og opin við hvort annað.
 
Ekki næganlega skotin/n
 
Best er auðvitað að aðdáunin sé bæði líkamleg og andleg og ætti ekki að vera ruglað saman við brennandi flugelda -og ljósashow. Ef það vantar, gæti komið leiði í sambandið með þeim afleiðingum að....jebb. Blúbbs - allt búið.
 
Leiði
 
Stundum verða ástarsambönd einfaldlega hversdagsleg og já. Ekki orð um það meir. Leggðu aðeins meira á þig. Best er auðvitað að reyna að vera eftir fremsta megni, sú manneskja sem þú sjálf vildir hitta.
 
Alltaf að tala um aðra menn
 
Margar konur eiga karlmenn að vini - sem er frábært. Mundu bara að fara varlega, allir menn þurfa að finnast þeir ögn spes - spurning kannski að tala ögn minna um hversu Kalli "vinur þinn" er fallegastur, bestur í rúminu og það allt...?
 
 
Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook?