Paris Hilton með eign til leigu


Núna býðst almenningi að búa í litlu og snotru húsi dívunnar, en uppsett verð $20.000 hefur verið lækkað þar sem engin hreyfing kom á útleiguna. Eða ekki fyrr en leigan var lækkuð, 10 dögum síðar.
 
Um er að ræða litla þrjúsund fermetra eign, sem samanstendur af 4 svefnherbergjum, 3,5 baði (hvernig er ½ baðherbergi?) og kostar litlar $16.000 á mánuði.
 
Myndirnar segja meira en nokkur orð megna og það allt þótt smáar séu...
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
heida@spegill.is