Sköpun: Búðu til fallegan vasa úr tómri gosflösku


Skemmtilegar hugmyndir eiga alltaf upp á pallborðið hér í Speglinum.
 
Skoðaðu þessa hugmynd. Gosflaska og hugmyndaauðgi, smá föndur og málið er dautt...
Svona er farið að: 
 
 
 
 
   
 
Best er að merkja hvar beint á flöskuna áður en klippt er. Þarf þó ekki því vel er hægt að miða við mynstrið á flöskunni.
 
 
   
 
Mældu í byrjun, sniðugt út frá mynstri í botni eða mæla, klippa svo inn í á eftir þannig að angarnir verði sem jafnastir. 
 
 
   
 
Þegar búið er að klippa allan hringinn, þarf að þrýsta öngunum niður og eins jafnt og nálægt og hægt er.
 
 
   
 
Þegar það búið er að þrýsta öngunum niður allan hringinn, snýrðu flöskunni á hvolf og þrýstir enn fastar, þannig að haldi.
Snýrð við og þá á vasinn að líta út eins og sést á mynd 2.
 
 
 
Þrýstið öngunum eins og sést á þessari mynd, framhjá einum og undir tvo...
 
 
    
 
Koll af kolli....
 
 
 
   
 
...og alla leið
 
 
 
 
Flottur vasi!
 
 
Ef þið eruð í einhverjum vafa hvernig þessi vasi er gerður, kíkið endilega á myndbandið: 
 
 
 
 
 
Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook