Svona virka litirnir samkvæmt Feng Shui


Samkvæmt Feng Shui er hægt að endurskipuleggja heimili sitt eða vinnustað og þannig vinna með orkunni. Með því að vinna með orkunni getur þú aukið velgengni þína.
 
Hvort sem er á sviði heilsu, andlegs lífs, fjárhags eða starfsánægju. Það var aldrei ætlun kínversku meistaranna sem þróuðu Feng Shui á mörg þúsund árum að allt þetta tækist með því einu að færa til húsgögn heima hjá sér. Feng Shui er mun umfangsmeira en það.
 
Sumir hafa gengið það langt að kalla þessa fræðigrein innréttingaheimspeki sem er of mikil einföldun. Manneskjan sjálf hefur jafn mikið vægi; viðhorf persónunnar sjálfrar, skoðanir, lífstíll, mataræði og hreyfing.
 
Þetta mun vera spurningin um að vinna með lífskraftinum, vera í flæðinu og síðan er hægt að gera þetta enn persónulegra út frá Feng Shui.
 
Í kínverskri menningu skipar fjölskyldan og orðstírinn háan sess og litið er á gott Feng Shui sem nauðsyn fyrir kærleiksrík samskipti karls og konu. Slíkt muni auka líkur á barnaláni og góðum orðstír fyrir fjölskylduna.
 
Sömu lögmálin gilda í viðskiptalífinu. Slæmt Feng Shui telst hins vegar auka á veikindi, slys og fjárhagslegt tjón. Það verður til þess að tækifæri gloprast niður, starfsferill bliknar og fjárhagur versnar.
 
Gott Feng Shui má túlka sem jafnvægi við vatn, tré, eld og jörð. Og fullyrt er að rétti Feng Shui liturinn geti gert kraftaverk fyrir heimilið. Við elskum öll liti. Og það sem meira er; tilfinningar okkar bregðast við litum.
 
Rauði liturinn í Feng Shui er litur ástríðu, rómantíkur og áræðni. Hann mun jafnframt vera sterkasti liturinn í röðum lita sem flokkast undir eld. Lifandi litur sem færir heimili þínu gleði, eftirvæntingu og ýtir undir kynferðislegar langanir.
 
Samkvæmt kínverskri litaspeki, er rauði liturinn, litur hamingju og gæfu. Á Indlandi er hann litur giftingar og ástar. Farðu samt varlega með rauða litinn. Betra mun vera að velja skrautmuni og aukahluti með þessu lit, frekar en húsgögn eða lit á heilu veggina. Samkvæmt Feng Shui mun rauði liturinn henta best í barnaherbergi, stofu eða eldhús.
 
Guli liturinn í Feng Shui er litur sólarinnar. Hann er nærandi, glaðlegur og lyftir upp andanum í hvaða rými sem er. Gulur litur skapar „cozy“ andrúmsloft og þykir sérlega góður litur í eldhús og í barnaherbergi.
 
Hann er til í mörgum blæbrigðum, allt frá skærgulum sólblómalit til mun daufari tóna. Hver og einn ætti að geta fundið sér sinn gula lit.
 
Blái liturinn í Feng Shui, er rólegur og friðsæll og minnir á vatn. Blái liturinn er stórfenglegur. Frá tærum himni til mjúkra litbrigða sem alla jafna sjást á lygnum sjó.
 
Það eru einfaldlega til endalaus litbrigði af bláa litnum sem hægt er að velja á veggi heimilisins. Bláir litir í Feng Shui eiga að færa fólki aukinn frama, peninga og góða heilsu.
 
Græni liturinn í Feng Shui er litur endurnýjunnar og vaxtar og mun vera afar nærandi og þá sérstaklega er viðkemur heilsu.
 
Grænn er litur endurnýjunnar orku og nýs upphafs. Hann róar taugar og kemur jafnvægi á líkamsstarfsemina. Gott mun vera að hafa hin ýmsu blæbrigði af græna litnum til að hámarka Feng Shui orkuna.
 
Appelsínuguli liturinn er góður ef þér finnst rauði liturinn of ögrandi. Appelsínugulur skapar ákveðna orku sem ýtir undir skemmtilegar og líflegar samræður og góðar stundir.
 
Liturinn sem slíkur minnir á „sumarleyfi“ og skapar allt að því hlýlegan ljóma ...eins og snarkandi arineldur. Appelsínugulur litur sem og sá guli eru sagðir auka sjálfstraust og styrkja andlegt heilsufar.
 
Fjólublái liturinn í Feng shui þykir dularfullur, allt að því höfðinglegur. Orka: Eldur. Vert er að hafa í huga að fjólublái liturinn virkar einna best í rými sem notuð eru fyrir „græðandi“ starfsemi, svo sem dáleiðslu svo eitthvað sé nefnt.
 
Á heimilum þykir liturinn einkar góður þegar valdir eru púðar, listaverk og aðrir skrautmunir til að fegra umhverfið. Sumir „spekingar“ hafa gengið svo langt að segja að fjólublái liturinn (þegar hann er notaður í óhófi), geti kallað fram blóðrásartruflanir, vegna þess hversu öflugur hann er. Hvort sem það er sannleikanum samkvæmt eða ekki, er kannski vert að hafa þetta í huga.
 
Bleiki liturinn er viðurkenndur sem litur ástarinnar, sem að sama skapi er fullkominn Feng Shui litur til að nota þar sem fólk kýs að skapa rólegt og rómatískt andrúmsloft. Þú getur notað bleika litinn næstum hvar sem er. Gott mun vera og það er líka flott að nota bleikan með grænum og svörtum.
 
Grái liturinn er yfirleitt skilgreindur sem „leiðinlegur og dull“. Grár er litur málmsins. Hvað svo sem okkur kann að þykja, þá skapar hlýr silfurgrár litur fallega, hreinlega og bjarta Feng Shui orku. Sérstaklega góður litur í anddyri, stofur, skrifstofur eða svefnherbergi svo eitthvað sé nefnt.
 
Svarti liturinn er fullur af orku samkvæmt Feng Shui. Hann þykir sérlega dularfullur og glæsilegur. Svartur er litur næturinnar. Lýsandi fyrir hafsbotn og himinhvolf. Svartur er gjarnan notaður til að auka á dýpt í rými, eða til að afmarka ákeðin svæði.
 
Eru engin takmörk fyrir því hvernig má nota svarta litinn samkvæmt Feng shui? Jú, það er ekki mælt með því að mála barnaherbergi svört, en því ekki anddyrið?
 
Hvíti liturinn í Feng Shui er tákn hreinleika og sakleysis. Hvítur er einnig litur sem dregur athyglina að öðrum litum. Þetta útskýrir kannski af hverju flestir hrífast af hvítum, stórum og hreinlegum rýmum.
 
Hvort sem um er að ræða skjannahvítan brúðarkjól, nýfallinn snjó eða eitthvað annað skínandi hvítt; liturinn mun veita frábæra Feng Shui orku. Og fullyrt er að hann dragi að ný tækifæri. Hvíti liturinn er klárlega byrjun á einhverju nýju, en að sama skapi endalok einhvers annars.
 
Brúni liturinn verður sífellt vinsælli hjá þeim sem nýta sér Feng Shui. Litnum fylgir orka sem nærir og styrkir. Hann minnir á dökkt súkkulaði, mahogany við og eðalkaffi.
 
Liturinn þykir sérlega góður í anddyri, eldhús eða sem val á einn vegg í stofu eða svefnherbergi. Liturinn mun þykja einkar græðandi og ýta undir vöxt. Hvað sem okkur kann að þykja um brúna litinn, þá er hann kominn til að vera.