Ég ilma svo vel að ég gæti ÉTIÐ sjálfa mig - Lífið er fallegt!


Haltu kjafti og hoppaðu til Hafnarfjarðar afturábak -hvað ég er sátt með þennan ilm! Ég er á glasi númer 4, takk fyrir. 
 
Svo sátt, að flesta daga langar mig helst til að éta sjálfa mig. No joke! 
 
Lífið er fallegt með Lancôme heitir þessi dásemdarvökvi í fallega glasinu (með slæðu utan um hálsinn) í gróflegri þýðingu, eða;  La Vie est Belle by Lancôme.
 
Hugsanlega finnur þú ekki meira "pikkí" manneskju en mig, þegar kemur að því að velja ilm.  Ég tengi lykt öllum fjandanum! Bæði gott og ekki svo gott...ég elska líka ilmandi hýbýli.  
 
Ég er í raun og sann algjör pest hvað þetta varðar og ef ég mætti ráða þá myndi ég velja ilm á þig og alla aðra í kringum mig...
 
 
"Stelpur og strákar, plíííís ekki setja OF mikið af ilmvatni á ykkur. Við viljum ekki baneitra allt okkar nánasta umhverfi. 
 
Þó svo að það lifi engar flugur lengi í návist þeirra sem overdose-a á ilmvatni, sem er auðvitað stór plús, segi það ekki...þá get ég glatt ykkur með því, að þær eru nánast farnar. Það er að smella á vetur.  "
 
 
Fyrir mitt leyti fær Lancôme ellefu stjörnur fyrir þessa dásemd - ellefu af tíu mögulegum, en árið 1990 hófst framleiðslan á hinu geysivinsæla Trésor.
 
Eftir það bættist í hóp Lancôme fjölskyldunnar;  Poême (1995), Miracle (2000), Attraction (2003), Hypnose (2005),  Magnifique (2008), og nú síðast nýji uppáhalds ilmurinn minn La Vie est belle sem kom á markað árið 2012.
 
 
 
 
Lífið er fallegt með Lancôme -heitir þessi dásemdarvökvi í fallega glasinu með slæðuna utan um hálsinn  - eða  La Vie est Belle by Lancôme
 
Léttur og leikandi. Sætur en lokkandi og sveipaður ómótstæðilegri dulúð.