Æskuást - Uppgjör gagnvart æskuástinni


Siggi Guðfinns er lesendum Spegilsins að góðu kunnur, hér kynnum við enn eina perluna. Sem er uppgjör hans við æskuástina, textinn er eftir ljóðskáldið Kristján Hreinson.

 

Þegar tveir snillingar leiða saman hesta sína, þá er ekkert að fara að klikka, en lagið var frumflutt nýlega, eða 2. september sl. 

 

Þegar ég spurði Sigga út í tilurð lag og texta svaraði hann:

 

„Þetta lag samdi ég eitt vetrakvöld þegar ég var staddur í Noregi. Ég hafði myndað mér einhver orð í huganum sem voru vítt og breytt en ekkert að ná lendingu.. og hringdi þá í stórskáldið Kristján Hreinsson og bað hann um hjálp. 

 

Ég sagði honum sögun mína af æskuástinni og þetta er nákvæmlega sagan...:“

 

Í huga birtist sögusviðið, sumarkvöld sem nú er liðið er unglingsstrákur stóð við hliðið og stelpa gekk þar hjá.

 

Þegar augu okkar mættust var einsog lífsins draumar rættust, er hjörtu tvö við hliðið kættust, hjörtu full af þrá.

 

Hjörtu full af þrá. Svo kvöddumst við á unglingsárum, við auðvitað á böndin skárum en fundum ilm af okkar tárum því ástin var svo hlý.

 

Í ljósi hinnar liðnu tíðar, svo leit ég stundir undurblíðar er aftur, mörgum sumrum síðar ég sá þig enn á ný.

 

Ég sá þig enn á ný, Ég hélt þú værir ástin eina, að engu væri hægt að leyna . Að vekja ást við vildum reyna en vonin okkur brást.

 

Mitt þakklæti mun lengi lifa og ljóð til þín ég fæ að skrifa er burtu lætur tíminn tifa þá týndu æskuást. Þá týndu æskuást...

 

Einstaklega fallegt lag og texti undir gítarleik Jóns Elvars Hafsteinssonar - njótið vel: 

 

 

 

Fylgstu með á Facebook