Húfuprjón - Í fjórða sæti hjá Forlaginu árið 2012 og enn í fullu gildi!


Nú er rétti árstíminn til að prjóna. Með ilmandi kókó á hliðarlínunni. Elska þessar stundir. Rökkur, kertaljós og kósýheit með eitthvað á "prjónunum". 
 
En þar sem ég er engin snillingur í prjónaskap þá eru bækur eins og Húfuprjón himnasending fyrir mig.
 
Leiðbeiningar eru skilmerkilegar. Fallegar myndir og fjölbreyttar uppskriftir. Frá "skuplum" til flóknari "fígúru-húfa". Allir ættu að finna húfu að sínum smekk. 
 
Klassískar uppskriftir sem falla seint eða aldrei úr gildi.  
 
Húfuprjón kom út hjá Forlaginu árið 2012 og hefur bókin að geyma 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla.
 
Bókin er afar litrík og fjölbreytt og hefur að geyma uppskriftir af alls konar húfum ætluð öllum sem hafa áhuga á prjónaskap.
 
Að auki fylgja með gagnlegar leiðbeiningar, góð ráð og stutt kennsla í því prjóni og hekli sem kemur fyrir í uppskriftunum.
 
Guðrún S. Magnúsdóttir hefur áratuga reynslu af prjónaskap, bæði í starfi sínu sem handavinnukennari og í tómstundum.
 
Guðrún hefur áður sent frá sér bókina Sokkaprjón sem notið hefur mikilla vinsælda.
 
Húfuprjón er byggð upp á sama hátt og Sokkaprjón og sem fyrr vann fjölskylda Guðrúnar bókina með henni.
 
Bókina tileinkar Guðrún móður sinni. 
heida@spegill.is