Láttu ljós þitt skína - ALLIR ERU STJÖRNUR Í HOLLYWOOD!


Ég er algjörlega á því að fólk eigi frekar að eyða fjármunum sínum og tíma í að skapa sér skemmtilegar og fallegar minningar. Miklu frekar en í dauða hluti.

 

Dauða hluti einsog til dæmis hvítan blómavasa með gullröndum– eða kertastjaka-par með einhverum útsprungnum bólum á sem ég persónulega skil ekki...

 

Ég er að tala um síðasta "æðið" sem gripið hefur landann, t.d. þetta dót með "gæða" stimplinum IITTALA á sem kostar hönd og fót...

 

Munið: Minningar lifa,  tískubólur einsog ég nefni....fölna, brotna og detta úr móð.

 

Manst þú t.d hvar þú varst 4. apríl árið 2009? Ég man það. Þetta var á laugardegi og eitt af því sem ég man var að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar birtist almenningi í forsíðuviðtali og  lýsti yfir bjartsýni inn í framtíðina.

 

Apríl mánuður þetta ár var óvenju votviðrasamur, ekki síst á Suðurlandi. En á meðan regnbogi dansaði yfir Skálholti stóð Hollywood ballið sem hæst. Var haldið í fyrsta sinn á Broadway þennan dag, sælla minninga!

 

Skemmst er frá því að segja að uppselt var viku fyrir viðburðinn, en rúmlega 2000 miðar voru í boði. Í dag, 6 árum síðar verða aðeins 700 miðar í boði.

 

Miðasala er hafin á miði.is og fer af stað með þvílíku offorsi, að hver fer að verða síðastur til að tryggja sér miða.

 

Planið er flest allar dömurnar sem tóku þátt í ungfrú- og stjarna Hollywood keppnunum frá árunum 1979 - 1986 mæti á svæðið og eru nokkrar þeirra sem búa erlendis búnar að kaupa sér miða til Íslands til að taka þátt í gleðinni með okkur.

 

Einnig verða meðlimir Model ´79, Hollywood Models og Modelsamtakanna á svæðinu, fyrrum dyraverðir Hollywood ásamt þeim aðilum sem tóku þátt í böllunum með okkur á Broadway árin 2009 og 2010.

 
VIP Partý verður haldið á Petersen í svítunni þar á milli klukkan 22:00 til 23:30 og er orðið nánast uppselt í það partý. Þó er ennþá hægt að tryggja sér miða á miði.is með því að smella hér. 

 

Húsið opnar kl. 23:00 og verður dansað og tjúttað við bestu Hollywood tónlistina. Aldurstakmark er 35 ára.

 

Til að kynna sér þennan viðburð nánar -skottastu inn á  Facebook síðuna. Vel er haldið utan um þá síðu, sem er reglulega uppfærð með öllum helstu upplýsingum ásamt skemmtun í bland. Það er leikur í gangi þar sem fylgjendum síðunnar gefst kostur á að vinna sér inn fría miða.

 

 

 

Einsetjum okkur að skapa ógleymanlegar stundir með skemmtilegum minningum og tökum sem flest þátt í þessari gleði!

 

Ekki vera fíldur poki, komdu að leika því það er svo gaman að hafa gaman!

 

 Facebook síðan fyrir allar frekari upplýsingar.

 

SJÁUMST!