Er góðs viti að dreyma Halldór Laxnes?


Gríski heimspekingurinn Platón kom fyrstur fram með þá hugmynd að óbeisluð náttúra mannsins kæmi fram í draumum. Aristóles gekk þó enn lengra og hélt því fram að draumar ættu uppruna sinn í tilfinningalífi dreymandans.
 
Löngu síðar tók Sigmund Freud upp þráðinn á ný og ásamt lærisveini sínum, Carl Jung, lagði Freud grunnin að nútímahugmyndum sálfræðinnar um drauma. 
Að dreyma mannanöfn hefur merkingu og ekki alltaf góða. 
 
Kíkjum til gamans á Halldór (Laxnes) ásamt öðrum nöfnum sem byrja á bókstafnum H.
 
Hafliði
Fyrirboði ferðalaga, sennilega sjóferðar og það fer eftir því hvernig hann hagar sér í draumnum hvort ferðin gengur vel eða illa. Faðmi hann t.d. eða kyssi dreymandann veit það annaðhvort á góðan afla eða sjávarháska.
 
Hallbjörn
Boðar eldsumbrot.
 
Halldór
Veit á gott. Aðrir segja það boða illt. 
 
Halldór Laxness
Bóndi einn hélt því fam að Halldór Laxness væri honum ævinlega fyrir illu í draumi þótt hann dáði skáldið mikið að öðru leyti. Í sláttarbyrjun árið 1950 dreymdi hann Halldór og kvaðst Halldór ætla að reika um hlíðarnar það sumar. Sumarið varð mesta óþurrkasumar sem bóndinn hafði lifað. 
 
Hallgrímur
Váboði.
 
Hallsteinn
Boðar eldsumbrot.
 
Hallur
Fyrirboði einhvers tjóns.
 
Haraldur
Dreymandanum mun ganga vel í áhugamálum sínum.
 
Hákon
Tákn upphefðar og hróss.
 
Hálfdán
Heiðurstákn.
 
Helga
Sumir telja það nafn boða erfiðleika en aðrir telja það segja fyrir um hátíðlega athöfn. Svo er líka til að nafnið Helga boði andlátsfrétt. 
 
Helgi
Sama og Helga.
 
Herbert
Mjög erfitt verkefni bíður dreymandans.
 
Herborg
Veit á harðindi.
 
Herdís
Fyrirboði erfiðleika og leiðinda.
 
Hildur
Tákn um baráttu.
 
Hjördís
Fyrirboði erfiðleika.
 
Hólmfríður
Tákn ágóða.
 
Hólmgeir
Fyrirboði erfiðleika.
 
Hrafn
Karlmannsnafnið Hrafn er fyrirboði leiðinlegra frétta.
 
Hreiðar
Dreymandinn verður vitni að óhappi eða slysi.
 
Hreinn
Fyrirboði bjartrar framtíðar.
 
Hulda
Tákn framtíðarinnar.
 
Hörður
Sumir telja þetta nafn boða dreymandanum langlífi en aðrir segja það fyrir einhverju slæmu. 
 
Heimild: Hvern dreymdi þig? Vaka Helgaféll 1996