Hefur þú farið á misheppnað date?


Aðsend grein: 

 

Ég hef oft setið og lesið hina ýmsu pistla um misheppnuð deit, ég er aðdáandi misheppnaðra deita og ég virðist ekki einungis vera aðdáandi heldur áskrifandi líka.

 

Mér finnst deitmenning á klakanum afskaplega ómerkileg, ég hef svo sem engin lönd til þess að miða við þar sem ég hef ekki deitað út um allan heim. Ég hef verið einhleyp frá því 2003 og það er ansi margt sem hefur drifið á daga mína síðan þá!

 

Ég hef átt mörg eða tja nokkur ansi misheppnuð deit.


Ég gerði það að gamni mínu 2008 að skrá mig á einkamál.is, ég hafði heyrt ýmislegt um þá síðu.

 

Sögur af fólki sem er búið að gifta sig og eignast börn og kynntist á einkamál og einnig subbusögur af viðurstyggilegum perrum sem halda til þarna inni. Ég bjó til prófíl og í lýsingunni af sjálfri mér var ekki eitt sannleikskorn, ekki eitt!

 

Ég var spenntust yfir því hvort að pollagallagaurinn myndi senda mér skilaboð.

 

Pollagallagaurinn er illræmdur einkamálsgaur og veeeeel þekktur inn á þessari síðu. Hann óskar eftir því við stelpur að fá að koma heim til þeirra í pollagalla og þrífa. Hann sendir ÖLLUM skilaboð. Þremur tímum eftir að ég stofnaði mína síðu þá virtist innboxið ætla að springa!
 

Það voru skilaboð á borð við:
 

Ertu til í 19 cm?
 

Hvað kostar?
 

Ertu til í tvo sjóðheita gaura?
 

Ertu til í par?
 

Einn sendi mér mynd af djásninu sínu.
 

Einn sagðist vera giftur en hefði leyfi frá konunni sinni til þess að eiga viðhald.
 

Einn hjólastólagaur sendi mér skilaboð, hann var voða krútt samt. Ég fékk aldrei skilaboð frá pollagallagaurnum, ég hef ekki vakið áhuga hans, þvílík höfnun! Ég eyddi aðganginum mánuði seinna.

 

Ég hef farið á deit. Ég hef stundum haft gaman af því en oftast ekki samt, kannski er eitthvað að mér, ég veit ekki.

 

En einn gaur sem ég hitti ákvað að lesa upp úr biblíunni fyrir mig.......hvað? 

 

Lít ég út fyrir að vera einhver guðsmanneskja ......uuhhh leyfðu mér að hugsa, -NEI ég lít ekki út fyrir það.

 

Annar gaur sem ég hitti stóð á skjön við biblíugaurinn því að eftir að hann uppgvötaði að ég hafði ekki áhuga á að hitta hann meira þá úthrópaði hann mig sem dóttur djöfulsins!!

 

My goodness!!! Átti djöfsi beibí ekki bara þrjá syni? Ég er reyndar ekki vel að mér í kristinfræði...nei trúarbragðafræði, islam, búdda? Huh, undir hvað flokkast djöfsi, djöflafræði?

 

Einn dúddi sem ég hitti æfði tennis.............TENNIS!! Hann bjó ennþá hjá múttu sinni og ég hafði illan grun um að hann væri ennþá hreinn sveinn þrítugur maðurinn, svo var hann líka rauðhærður með krullur, hann hét samt ekki Óli, það heita flestir rauðhærðir menn Óli, það þekkja allir einn rauðhærðan Óla.

 

En þetta er bara brotabrot af því sem að ég hef deitað í gegnum árin.

 

Ég hef engar áhyggjur af því að vera einhleyp, það eru samt voða margir sem hafa áhyggjur af því hvað ég er búin að vera lengi ein, oft er ég spurð:

 

Heyrðu góða, langar þig ekkert í mann ?................NEI

 

Ertu á lausu ?.....................JÁ

 

Ertu ENNÞÁ á lausu.....................JÁ LAFANDI LAUSU ALVEG

 

Hva þú ert alltaf ein..........UUU JÁ ÉG ER FEGIN AÐ VERA EKKI TVEIR EÐA
FLEIRI!


 

Hvernig er það, á bara alltaf að vera piparjónka? Já veistu það, ég held það bara, ég er svo mikið búin að reyna að næla mér í eitthvert dusilmennið og ekkert gengur, ég djamma non stop, er skráð á öllum deitsíðum. 

 

Ég labba með píkuna kortéri á undan mér fyrir horn,  en án árangurs. Hvað ætli sé að? Þetta ástand virðist leggjast á sálina á mörgum í kringum en mér líður vel, afskaplega vel.

 

Einmitt í dag hitti ég einn rauðhærðan Óla og einvera mín barst í tal og ég sagði rauðhærða Ólanum að ég hefði ekki skap eða geð til þess að vera í sambandi og það væri ekki nokkur sála þarna úti sem hefði skap í mig og hvað þá börnin mín!

 

Ég er sátt við guð og menn og það er fyrir öllu, ég á frábæra karlmenn í mínu lífi einsog pabba og syni mína fjóra. 

 

Það er ekki pláss fyrir fleiri..............í bili, svo á morgun eða hinn,kannski eftir mánuð eða ár, þá hitti ég þann eina rétta og þá leggjast deit mín af .... og þá loksins getur fólkið í kringum mig andað léttar...