Ég var full þegar mér var nauðgað - er það í lagi?


Full, of full. Ég veltist um blekuð á Þórskaffi þar sem ég hafði unnið í nokkra mánuði. Ég svo full að ég hafði ekki stjórn á neinum útlimum. Hafði drukkið alla nóttina kampavín og skot.
 
Ég vissi varla hvað ég hét. DJ'inn var góður vinur og fyrrverandi kærastinn minn, fínn strákur.
Ég vissi að ég kæmist aldrei heim ein og óstudd, þannig að hann vildi ólmur skutla mér heim til sín og leyfa mér að gista.
 
Ég þáði það með þökkum. Mikið var ég glöð yfir miskunsama samverjanum sem sýndi mér þessi vinarhót. Við komum heim til hans og hann setur Bob Marley í græjurnar og við ræddum saman um þennan snilldar tónlistarmann.
 
"I shot the sherrif" byrjar að spila og við förum að kyssast. Við afklæðumst en ég hætti við og vil þetta ekki.
 
En hann vildi!
 
Bob Marley heldur áfram að rúlla a fóninum á meðan hann heldur mér niðri með einni hendinni, enda vel vöðvaður. Hin höndin er notuð til annarra verka...
 
Ég segi NEI en hann endurtekur í sífellu:
 
-Þú vilt þetta!
 
Og ég hugsa endurtekið;
 
-hann er að nauðga mér, er þetta að gerast?!
 
Ég barðist ekki um eins og ég hélt ég myndi gera. Ég notaði ekki kungfu brögðin sem ég hélt að myndu koma ósjálfrátt. Ég bara lá þarna kjökrandi og beið, beið eftir því að þessu myndi ljúka sem fyrst...
 
Hann líkur sér af....
 
Ég?
 
Ég dó áfengisdauða við hlið hans og vakna í fanginu á honum. Ég sturlast þegar ég vaknaði og Öskra á hann endurtekið:
 
-Veistu hvað þú ert búin að gera? Veistu það?
 
Hann sest fram á rúmstokkinn og muldrar:
 
-Ég nauðgaði þér.
 
Ég öskra enn hærra og skipa honum að endurtaka það og hann gerir það. Ekki veit ég afhverju... en ég lét hann skutla mér heim til ættingja minna, þar sem ég brotna niður.
 
Full af sjálfsásökun. Ég var full. Ég var strippari (ákvörðun sem ég tók vegna misnotkunar sem ég lenti í, í æsku og missti þar með allt sjálfsmat. Ég var til í þetta í byrjun, hann var fyrrverandi, o.s.frv. o.sfrv...
 
Ég leita mér hjálpar en fæ að heyra að vegna þess hver viðbrögðin mín voru þá var ég búin að vinna mig út úr þessu.... KJAFTÆÐI!!
 
Það tók mig 6 ár að hætta að vera reið við hann. Ég get ekki ennþá hlustað á Bob Marley án þess að hugsa um nauðgarann minn. Ég hata hann ennþá! Ég hef hinsvegar skellt skömminni þar sem hún á heima og segi öllum sem segja;
 
-En þú varst, þú veist....:
 
-Hey, þú skíttá þig takk! Ég hefði mátt vera dauðadrukkin, nakin búin að gefa honum b.j og samt hafði hann ekki leyfi til að nauðga mér!
 
Flestar nauðganir gerast svona. Þett er einhver sem við þekkjum, treystum, elskum, erum giftar. Þetta heitir einfaldlega daterape og er algengasta tegund nauðgana og alveg jafn alvarleg.
 
Ég var ekki í dökku skúmaskoti þegar mér var nauðgað. Ég var í heimahúsi hjá manni sem ég treysti. Ég lét ekki nauðga mér. HANN nauðgaði mér!
 
Þekkir þú einhverja sem hefur verið nauðgað? Greinilega.. Hefur þér verið nauðgað? Ég nenni ekki að lifa í felum með þetta og ég skammast mín ekki!
 
Skömmin er hans!
 
Mín ósk er að það verði tekið harðar á kynferðisglæpum á Íslandi. Börn þurfa að fara að vera óhullt í ekki stærra samfélagi sem Ísland er.
 
Konur verða að fá að upplifa öryggi, en það gerist ekki nema konur fari að tala út og karlmenn líka.
 
Þetta er ekki okkar skömm heldur þeirra níðinga sem slíkt fremja.
 
 
 
Ert þú með sögu eða reynslu sem þú vilt koma á framfæri til lesenda Spegilsins? Sendu okkur tölvupóst á spegill@spegill.is.