Passar þetta miðað við hvar þú ert staddur í systkinaröðinni?


Hefur sú staðreynd, hvar við fæðumst á meðal systkina okkar í röðinni áhrif á persónuleika okkar?
 
Sumir vilja meina það. Hér á eftir fer gátlisti sem gaman er að styðjast við -og skoða svo í framhaldi hvort eigi við eða ekki.
 
Góða skemmtun!
 
Lestu alla hópana fjóra og veldu þann hóp sem lýsir þér best. Farðu síðan neðst -og sjáðu hvort sú lýsing sem þú valdir, passi við hvar þú ert staddur í systkynaröðinni.
 
Hópur 1
 
• félagslyndur
 
• sannfærandi
 
• léttur í skapi
 
• nýtur þess að vera miðpunktur athyglinnar
 
• óþolinmóður
 
• skapmikill
 
• ábyrgðarlaus
 
• stundum háður öðrum
 
 
Hópur 2
 
• áreiðanlegur
 
• samviskusamur
 
• treystir á sjálfan sig
 
• á auðvelt með að einbeita sér
 
• góð sjálfstjórn
 
• nær góðum árangri í verkefnum sínum
 
• fullkomnunarsinni (perfectionist)
 
• gagnrýninn á aðra
 
• þolir illa þegar aðrir standa sig ekki
 
 
 
Hópur 3
 
• mikil félagshæfni
 
• góður í að miðla málum
 
• skapandi og opinn fyrir nýjungum
 
• á til að leyna hlutum fyrir öðrum
 
• heldur fólki í ákveðinni fjarlægð
 
• þrætugjarn, jafnvel uppreisnargjarn
 
• viðkvæmur
 
• erfitt með að tjá tilfinningar
 
 
Hópur 4
 
• sjálfsöruggur
 
• fullkomnunarsinni
 
• skipulagður
 
• alvarlegur
 
• íhaldsamur
 
• treystir á sjálfan sig
 
• metnaðargjarn
 
 
Hér eru hóparnir fjórir:
 
Hópur 1 er dæmigerð lýsing fyrir yngsta barn
 
Hópur 2 er dæmigerð lýsing fyrir einbirni
 
Hópur 3 er dæmigerð lýsing fyrir miðjubarn
 
Hópur 4 er dæmigerð lýsing fyrir elsta barn
 
 
Fylgist þú ekki örugglega með okkur á Facebook?