Má bjóða þér að sjá á mér rassinn?


Loksins þegar ég hef náð að safna mér í eitthvað sem minnir á rass? 

 

Ég var skeptísk á þessar, -tískubóla, hugsaði ég og lét mér fátt um finnast. En svo fleygði ég mér á eitt stykki, til að prófa og þessa dagana skunda ég um bæinn og held upp á að ég er með alveg dúndurflottan rass (bannað að pota, klíka eða horfa)  ...

 

 ...OMG  - það er í engu ofaukið – buxurnar eru raunverulega gæddar þeim eiginleikum að móta rassinn, lyfta honum upp og stinna!

 

Ég ét hatt minn hráan, því við erum að tala um algjöra snilld hérnamegin!

 

Freddy er ítölsk hönnum og eru buxurnar hannaðar með kröfur atvinnudansara í huga ma.

 

Týpan sem ég valdi mér eru frekar lág í mittið, en það kemur ekki að sök,  þar sem gætt hefur verið að hverju smáatriði þá renna þær ekki niður, hver vill sýna á sér rassaskoruna – enginn, nema að þú sért pípari...

 

 

 

 

Silikón rönd er haganlega komið fyrir að innanverðum strengnum sem tryggir að buxurnar haldast á sínum stað og þær haggast ekki.

 

Ég er með viðkvæma húð, pirrast því auðveldlega og klæjar í skinninu – væri helst berrössuð öllum stundum ef ég gæti. Ég útrími öllum þvottamiðum og slíku af fatnaði, hélt ég yrði smá óð undan sílíkóninu, en alls ekki. Fann ekki fyrir neinu.

 

Efnið sjálft í buxunum er teygjanlegt og svo þægilegt, að það fyrsta sem ég hugsaði EKKI um þegar heim var komið eftir heilan dag í buxunum, var EKKI að rífa mig úr...

 

 

Þessi týpa er nýjung - æfingabuxur - SMELLTU HÉR TIL OG TAKTU ÞÁTT Í LEIKNUM! 

 

 

Ég valdi mér bláar hjá Umboðsaðila Freddy á Krókhálsi 4  - næst verða teknar svartar. Og æfingabuxur, klárt mál. 

 

 

Hér má smella á Facebook síðu Freddy Iceland

 

Aðrir sölustaðir eru:

Júník Kringlunni
Gallerí Keflavík
Nína Akureyri
Toppmenn og sport Akureyri
Bronz Egilstöðum

… og á heimasíðunni www.freddyshop.is

 

Frábær, fagleg og skjót þjónusta sem ég mæli hiklaust með!