Misgóðar pikköpplínur


Strákarnir okkar vita stundum ekkert hvað þeir eiga að segja, þegar þeir sjá okkur álengdar. Okkur finnast "frasarnir" stundum grátbroslegir og sumir fyndnir. En vonum samt að það sé nú þannig að strákarnir sem eiga okkur skilið séu bara hreinir og beinir og kunni að sjarma okkur upp úr skónum.
 
Það segir sig sjálft...því ef ekki, þá eiga þeir ekkert í okkur! Við dömurnar viljum aðeins það besta. Þá vitið þið það herrar mínir...farið varlega í frasana og veljið rétt.
 
 
Má ég bjóða þér upp á drykk eða viltu kannski bara peninginn?
 
Vá hvað ég er glaður að vera ekki blindur núna!
 
Værirðu til í að klóra mér á bakinu? Ég er alltof massaður sko, næ ekki sjálfur.
 
Af hverju sestu ekki í fangið á mér? Við getum svo talað um hvað það er sem sprettur upp úr buxunum.
 
Trúirðu á ást við fyrstu sýn, eða viltu að ég labbi aftur til þín?
 
Þú ert svo sæt að þú átt eftir að koma Nóa og Síríus á hausinn.
 
Þekkirðu mig ekki einhvers staðar frá?
 
Heitirðu Sumar? Bara pæling, ert svo hrikalega hott!
 
Ertu með götukort á þér? Ég er nefnilega týndur í augunum þínum.
 
Ég þjáist af minnisleysi. Kemurðu hingað oft?
 
Get ég allavega fengið símanúmer sem er plat?
 
Ertu trúuð? Þú ert nefnilega svar við öllum mínum bænum.
 
Hershey verksmiðjan framleiðir milljón kossa á dag. Ég vil bara einn, frá þér.
 
Vin minn langar til að vita hvort þú hafir fæðst í þessum gallabuxum.
 
Heima hjá þér eða heima hjá þér? Íbúðin mín er nefnilega algjör hola...
  
Veistu af hverju skýin eru svona grá? Allur blái liturinn hefur sest að í augunum þínum.
 
Þú ert svo svakalega flott gella, að ég er að hugsa um fá mér vinnu.
 
Manstu eftir mér? Nei, auðvitað ekki, við höfum aðeins hist í draumum mínum.
 
Þú líkist tilvonandi eiginkonu minni.
 
Ertu nýkomin úr ofninum? Þú ert svo hrikalega heit!
 
Elskan, varstu að prumpa? Nei bara, you blow me away sko!
 
Eins gott að einhver hringi í Guð núna og láti hann vita að engill hefur sloppið.
 
Andskotinn sjálfur, ef það væri glæpur að vera sexý. Þá fengir þú lífstíðardóm.
 
Alveg frá því að ég hitti þig, ertu búin að búa í hjarta mínu án þess að borga leigu.