Hvað segir svefnstaða þín um þig?


Það virðist vera hægt að lesa allan fjárann úr öllu mögulegu og ómögulegu. Líka hvernig við sofum.
 
Hvort ertu ástríðufull hegómaleg fuglahræða sem sefur á bakinu og ert sífellt á iði alla nóttina eða viðkvæm/ur og fíld/ur einstaklingur, ef þú færð ekki nægjan svefn?
 
Hvort heldur sem er...hafðu gaman af.   
 
 
Svefnstaða þín segir -að þú þarfnast nýrra ævintýra (á bakinu)
 
Þú er sjálsörugg/ur og tekst á við lífið með stæl.
Þú ert nokkuð hégómagjörn/gjarn og ánægð/ur með útlitið.
Þú ert fædd/ur til að vera miðdepill athyglinnar og þrífst því illa á „hliðarlínunni“.
Þú ert alltaf til í að prófa eitthvað nýtt – í rúminu og utan þess.
 
Ef þú færð ekki nægan svefn; lítur þú út eins og fuglahræða.
 
Það er erfitt að sofa við hliðina á þér af því að: Þú ert á iði alla nóttina.
 
 
Svefnstaða þín segir -að þú þarfnist hlýju (fósturstellingin)
 
Þú ert í raun viðkvæm/ur, þrátt fyrir sterkan front.
Þú ferð hægt inn í ástarsambönd.
Þú þarft að vera fullviss –áður en þú nærð að treysta öðrum.
Þú ert vör/var um þig og hlúir vel að þínum nánustu. 
 
Ef þú færð ekki nægjan svefn þá ertu; fíld/ur eins og stórt barn allan liðlangan daginn.
 
Það er erfitt að sofa við hliðina á þér af því að; þú sefur laust.
 
 
Svefnstaða þín segir -að þú þarfnist svefns (á maganum)
 
Þú ert ástríðufull/ur gagnvart flestu -líka svefni.
Þú ert ófeimin/n og frökk/frakkur. 
Þú átt það til að vera sjálfselsk/ur. Þú ert nefnilega sú týpa af þessum fjórum sem helst yfirtekur allt rúmið.
Þú tekur þægindi umfram öfgafullar aðstæður.
 
Ef þú færð ekki nægilegan svefn, ertu í MJÖG vondu skapi allan daginn.
 
Það er erfitt að sofa við hliðina á þér af því að;  þú faðmar sængur- og koddaverin.
  
 
Svefnstaða þín segir -að þú þurfir frið (á hliðinni)
 
Þú ert róleg og skynsöm manneskja að auki hugrökk/hugrakkur. 
Þú ert hlý/r, vinsamleg/ur, traust/ur og umhyggjusöm/samur. Það er auðvelt að treysta þér. 
Þú ert mjög næm/ur og fellur ekki svo auðveldlega fyrir hugarleikjum (mind-games).
 
Ef þú færð ekki nægjan svefn, þá bítur þú einfaldlega á jaxlinn –hefur lítil áhrif á þig.
 
Það er erfitt að sofa við hliðina á þér af því að; þú átt það til að hrjóta.
 
 
Kíkjum á pörin til gamans: 
 
 
 
 
A. Ástarskeiðin
 
Þessi stelling sýnir sterk tengsl á milli parsins. Einnig sýnir stellingin að það ríkir mikill skilningur þeirra á milli.  
 
B. Ástríðufullur faðmur
 
Þessi stelling sýnir að ennþá er heilmikil ástríða í sambandinu. Ást sem er síung og tær. 
 
C. Reiðhjólið
 
Þessi stelling (hans) sýnir að parið er ennþá að reyna að skilja og þekkja hvort annað
 
D. Sólarmegin og andstæðan
 
Þessi stelling sýnir að parið lifir sitthvoru lífinu og það vantar upp á alla samstöðu þeirra á milli. 
 
E. Hálfur úti...
 
Þessi stelling gefur einfaldlega til kynna að maðurinn er dauðadrukkinn...
 
F. Ein stærð passar öllum
 
Þessi stelling gefur til kynna að ennþá ríkir mikil ást á milli parsins. Þau hafa skapað sér sína eigin litlu og fallegu veröld þar sem þau deila öllu. 
 
G. Fjarlægðin á milli okkar
 
Þessi stelling gefur til kynna að parið sé í pásu...
 
H. Bak í bak
 
Þessi stelling gefur til kynna nýafstaðið rifrildi -en parinu þykir samt vænt um hvort annað.