Hvað segir lífstalan þín um þig?


Til að reikna út lífstölu þína þá leggur þú saman fæðingardag þinn og ártal.
 
Dæmi: Sá sú sem á afmæli 15 desember 1971 --- 1+5+1+2+1+9+7+1= 27
 
2+7=9 – lífstalan er sem sagt níu í þessu tilfelli.
 
Ef þú færð út töluna  tíu (10) - þýðir það einfaldlega: 1 - Talan ellefu: (11)  1 plús 1 sem gerir 2!
 
Engin geimvísindi hér á ferð, aðeins til skemmtunar.
 
1 – Lífstala
 
Það er nú ekki flóknara en svo að þú ert frumkvöðull í eðli þínu. Hentar þér því vel að vinna sjálstætt eða vera í stjórnunarstöðum hjá öðrum. Þú ert afar skapandi og það er virkilega gaman að vera í návist þinni. Þú laðar að þér fólk með hugmyndaauðgi þínu og skemmtilegum húmor. Ferð létt með að búa til listaverk úr því sem aðrir álíta vera drasl.
 
Starf sem leikari eða markaðsstarf eiga einnig við þig. Ásamt því sem áður var nefnt; sjálfstætt starfandi eða í stjórnunarstarfi.
 
Við ástvini ertu afar örlát/ur. Þú átt það til að verða ástfangin/n aðeins of fljótt, en ert þó fljót/ur að losa þig út úr samböndum sem eru ekki uppbyggileg og heil.
  
Þeir sem eiga lífstöluna 5 og 7 munu eiga best við þig.
 
2 – Lífstala
 
Þú ert að öllum líkindum mjög vinamörg/margur. Fólk af báðum kynjum laðast að þér og ekki að ástæðulausu. Þú ert mjög trygg/ur og traust/ur, bæði sem vinur og maki. Að öllum líkindum tilheyrir þú stórum vinahóp, þar sem þitt stærsta hluverk er að vera sáttasemjari. Þú ferð létt með að leysa úr flækjum og leita vinir þínir til þín með öll sín hjartansmál. Þú hefur þann eiginleika að skoða málin í heild og koma með góðar lausnir.
  
Þú gætir vel starfað í heilbrigðisgeiranum, sem læknir, hjúkrunaraðili, jafnvel sem sálfræðingur eða einhversskonar ráðgjafi. Jafnvel fjármálaráðgjafi.
 
Eins og við vini þína ertu trú maka þínum. Þú æskir þess sama í staðinn skilyrðislaust. Þú ert afar tilfinningarík/ur –kannski örlítið væmin/n á stundum.
 
Þeir sem eiga lífstöluna 3 og 4 munu eiga best við þig.
 
3 – Lífstala
 
Þú ert einfaldlega mjög heppin/n manneskja! Ekki bara heppin/n, þú ert hæfilega kærulaus, hrikalega jákvæð og vilt hafa fólk í kringum þig helst öllum stundum. Kæmi ekki á óvart að þú hafir unnið oft í leikjum, happadrætti eða öðru. Þú tekur lífinu ekki of alvarlega, veist þínu viti –þú komst hvort sem er ekki lifandi frá því. Sumir hugmyndir sem þú færð eru aðeins of brjálaðar í framkvæmd, en það skiptir engu – þú ert með góðan húmor. Fyrir sjálfri/um þér og öðrum.
  
Að öllum líkindum starfar þú sem lögfræðingur, eða farsæll sölumaður. Störf í fjölmiðlaheiminum hentar þér líka að öllum líkindum vel.
 
Þú ert daðrari dauðans og átt afar auðvelt með að heilla „hitt“ kynið. En það þarf einhverja/einhvern alveg sérstaka/n til að ná að negla þig í samband. Þú ert fiðrildi –horfir í allar áttir.
 
Þeir sem eiga lífstöluna 2 og 8 eiga best við þig.
 
4 – Lífstala
 
Heiðarleiki er þinn stærsti kostur og þú ætlast til þess sama af öðrum. Fals er ekki til í þér, fólk veit alltaf hvar það stendur gagnvart þér og því sem þú segir.
Hugsanlega ertu íhaldssöm/samur og alls ekki auðtrúa. Alla hluti verður þú að kryfja til mergjar áður en þú tekur afstöðu.
  
Þú ert snjöll/snjallur í viðskiptum og í peningamálum. Gætir vel unnið í fjármálageiranum, eða sem lögmaður eða viðskiptafræðingur.
 
Í ástarmálum, þá tekurðu þinn tima. Þú þarf góðan tíma til að treysta, en þegar það næst –á viðkomandi ást, þína tryggð og traust 100%.
 
Þeir sem eiga tölurnar 2 og 6 eiga best við þig.
 
5 – Lífstala
 
Þú ert ákaflega glaðvær og aðlaðandi persónuleiki. Laðar að þér fólk með lífsgleði þinni og dillandi hlátri. Verður fljótt leið/ur ef ekkert er að gerast í kringum þig. Þú ert leitandi og átt stundum erfitt með að gera upp hug þinn.
 
Ert könnuður og eiga ferðalög á framandi slóðir, einkar vel við þig.
 
Þú gætir starfað í ferðaiðnaðinum, sem blaðamaður eða jafnvel sem leikari.
 
Þú ert sí-ástfanginn, þó þú hafir ekki fundið hina eina sönnu –hinn eina sanna. Þú verður að fá að skoða, máta og rannsaka til hlítar hvort grundvöllur sé fyrir sambandi áður en þú gefur þig i það. Ert nú samt mjög ástríðufull/ur.
 
Þeir sem eiga lífstölurnar 1 og 9 eiga best við þig.
 
6 – Lífstala
 
Þú ert einfaldlega engill. Hjálpsöm/samur, gefandi, örlát/ur. Sem sagt mjög góð manneskja. Þú finnur einnig hið góða í öllum öðrum og hefur ákaflega ríka samúð til handa þeim sem minnst mega sín.
  
Þú gætir hugsanlega búið yfir spádóms- eða miðilsgáfu. Einnig er ekki ólíklegt að starf sem kennari myndi henta þér vel.
 
Sökum góðmennsku þinnar áttu það til að falla fyrir einhverjum sem á eitthvað erfitt þá stundina. Passaðu upp á að rugla ekki saman meðvirkni og samúð við ást. Þú átt aðeins það besta skilið.
 
Þeir sem eiga lífstöluna 4 og 9 eiga best við þig.
 
7 – Lífstala
 
Þú ert einfari í eðli þínu og þarft frelsi samhliða því tíma til að hlúa að hugsununum þínum. Það er sjaldgæft að þú takir vanhugsaðar ákvarðanir. Þú ert mikill hugsuður og þarft að kryfja allt til mergjar sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú elskar þó að vera í kringum fólk, en í takmarkaðan tíma í einu. Þú ert skipulagður mjög og almennt nýtur sjöan velgengni í lífinu.
 
Hugsanlega gæti starf sem vísindamaður átt við þig.
  
Þrátt fyrir að þú þurfir þitt svigrúm og kjósir síst að „kafna ekki úr ást“, þá ertu heillandi persónuleiki og hlýr sem gefur mikið af sér í ástarsambandi.
 
Þeir sem eiga lífstöluna 1 og 8 eiga best við þig.
 
8 – Lífstala
 
Þú ert sigurvegari. Ert fljót/ur að standa upp eftir áföll eða ósigra í lífinu og halda áfram. Ert sannur og trúr leiðtogi sem elskar að taka áhættur. Gætir vel verið afrekskona/maður í íþróttum. Þú hefur næmt auga fyrir fallegum munum og öllum smáatriðum.
  
Þú býrð yfir góðu viðskiptaviti og elskar allt sem fallegt er og gott. Meðal annars góðan mat.
 
Þú ert hrikalega svöl/svalur á yfirborðinu og ert ekkert að básúna því þó þú sért ástfangin/n. En sá/sú sem kemst inn fyrir skelina kemst fljótt að því að þú ert ástríðufull/ur og eldheit/ur .
 
Þeir sem eiga lífstölurnar 3 og 7 eiga best við þig.
 
 
9 – Lífstala
 
Þú ert skapandi, hugmyndarík/ur, draumlynd/ur mannréttindasinni. Þú elskar land þitt og jörð og ert lítt hrifin/n af því að verið sé að virkja á svæðum ma., Þér hreinlega blöskrar! Ert ekki hrifin/n af stóriðju.
 
Hugsanlega gæti starf þitt tengst ljósmyndun, arkitekt eða í starfi sem tengist umhverfinu.
 
Þú verður auðveldlega ástfangin/n – ættir stundum samt að sparka létt í þig og læra að þekkja muninn á raunveruleika og dagdraumum. Sá/sú sem nær þér; er einfaldlega heppin/n; því þú ert traust og gefur þig alla/n.
 
Þeir sem eiga lífstöluna 5 og 6 eiga best við þig.