Af hverju hringir hann ekki?


...þið farið á ykkar fyrsta stefnumót sem þú upplifir sem besta stefnumót „ever“...og svo heyrir þú aldrei frá honum meir...
 
So? 
 
Af hverju hringir hann ekki? Hérna á eftir koma mögulegar ástæður fyrir því af hverju hann hringir ekki.
 
Ein spurning áður en við höldum áfram; af hverju hringir þú ekki? 
 
Ástæða 1
 
Kannski hefur hann einfaldlega engan áhuga á þér. Og hefur ekki kjark í sér til að vera heiðarlegur og segja þér satt. Þetta gæti hafa verið besta stefnumót í heimi fyrir þig, en fyrir hann: -eins og röð lítilla sársaukafullra blóðtappa plús kransæðastífla!
 
Sættu þig við það manneskja og haltu áfram með líf þitt - farðu að vaska upp eða eitthvað...  
 
Og þegar hann sagðist myndi hringja seinna, þá ætlaði hann sér það aldrei. Spyrðu sjálfa þig, er þetta aðili sem þig langar í samband með til langtíma?
 
Ástæða 2
 
Hann felur sig á bakvið almenna kurteisi. Svipuð staða í gangi hér og nefnt er sem ástæðu 1, nema þessi gaur er ekki ósvífinn, heldur einfaldlega gunga.
 
Að dæma augnablikið er aldrei auðvelt.
 
Áttu að faðma og kyssa viðkomandi? Áttu að segja; „ég hringi“?
 
Sumir karlmenn (og konur) segja nánast hvað sem er til að forða sér frá niðurlægingu eða neyðarlegum aðstæðum. Þú vilt ekki þann gaur sem kemur ekki heiðarlega fram við þig, hvað þá gaur sem þorir ekki að hringja!
 
Ástæða 3
 
Hann týndi númerinu þínu. Án gríns, það getur gerst, en líkurnar eru harla litlar...let's face it women! Eða að hann er svo svakalega upptekinn.
 
Hvort heldur sem er, hann hringir ekki.
 
Sættu þig við það og beindu huganum annað. Ef hann hefði frekari áhuga á þér, þá myndi hann leita allra ráða til að ná sambandi við þig.
 
Og ef staðan er sú að þú finnur fyrir hræðilegri höfnunartilfinningu, ættir þú kannski að skoða og endurmeta nálgun þína á því að fara á stefnumót.
 
Kannski ertu ekki tilbúin í stefnumótapakkann? Stefnumót er bara stefnumót og stefnumótum fylgja engar skuldbindingar, hvað þá kvaðir.
 
Þú ert kannski að hugsa núna; Ætti ég að hringja í hann?
 
Auðvitað! Hringdu, af hverju ekki?
 
Bara passaðu þig á að hefja ekki samtalið á eftirfarandi:
 
• Af hverju hringdir þú ekki?
• Ertu til í að bjóða mér út að borða, ég skal borga reikninginn. 
• Ég er búin að liggja andvaka síðustu nætur, ég hef saknað þín svo mikið!
 
Gleðileg stefnumót allir! Og relax for god fucking sake! Ekki éta viðkomandi, þetta eru nú engin geimvísindi.