Konur frá Venus og karlmenn frá Mars dæmið...


Eftir 30 ár held ég að ég sé búin að finna lausnina. Þetta með konur frá Venus og karlmenn frá Mars dæmið.

 

Konur sjá vandamál og fara í tilfinningaflækju. Kannski er vandamálið auðleysanlegt - kannski ekki. Þær stökkva á manninn sinn og segja frá vandamálinu í þeirri von að fá skilning (þetta er mjög einfaldað dæmi he he).

 

Þar sem karlmenn hugsa í lausnum þá hlusta þeir á vandamálið  og leysa það (að þeim finnst). Kannski er það raunveruleg lausn, kannski ekki. Hvort heldur sem er - ef konan fer í flækju yfir því að mennirnir "skilja þær ekki" þá er það eiginlega ávísun á næsta vandamál. smiley

 

Það getur flokkast í þrjá mögulega hluta;

 

1. Konan verður brjáluð vegna þess að maðurinn skilur hana ekki.
2. Maðurinn verður pirraður vegna þess að konan skilur hann ekki.
3. Bæði verða pirruð vegna þess að þau skilja ekki hvort annað.

 

Mögulegar lausnir:

 

1. Gerðu þér grein fyrir því að maðurinn þinn hugsar í lausnum. Vertu því þakklát fyrir það að hann yfirleitt vilji hjálpa þér að leysa vandann.
2. Ræddu tilfinningapartinn við AÐRA KONU - við geimverurnar skiljum hverja aðra.
3. Ef þetta virkar ekki ertu kannski ekki í sambúð með réttu kyni.

 

Mögulegt fíaskó:

 

1. Konan heldur árum saman að reyna að fá manninn sinn, Marsbúann, til að skilja tilfinningar sínar.

2. Maðurinn gefst upp á því að reyna að hjálpa Venusarverunni sinni, sem er gjörsneydd allri rökhugsun.

3. Báðir aðilar halda að það leynist önnur geimvera af hinu kyninu sem er "öðruvísi" en skilningslausa geimveran.

 

Mögulega útkoma:

 

1. Pirringur og enn meiri pirringur ef í það minnsta önnur geimveran áttar sig ekki á staðreyndum - slæm útkoma.

2. Önnur geimveran áttar sig á þessu og lærir af reynslunni (þið vitið hvor er líklegri til þess wink ) - góð útkoma

 

Bottom line:

 

Umhyggja, virðing og traust með dash af ást (sem geimverur sýna á mismunandi hátt) - ásamt því að leyfa hvorri geimveru um sig að vera frá Venus/Mars.

 

Þessi viska er að sjálfsögðu í boði geimveru frá Venus (sem lagði vandamálið fram fyrir aðra geimveru frá Venus...........)

 

But - correct me if I am wrong...