Hvernig ert þú í rúminu?


Hvort sem talað er um kynlíf opinskátt eða ekki, þá er kynlíf ofarlega í hugum flestra.

 

Heilbrigt kynlíf er nauðsynlegt í flestum ástarsamböndum. Hér að neðan er búið að skilgreina hvaða persónuleika þú hefur að geyma þegar kemur að kynlífi.

 

Góða skemmtun.

 

 

 

Varkári elskuhuginn

 

 

 

Kynlíf þarf að hafa einhverja merkingu fyrir þig, allt annað er glatað í þínum huga. Þú vilt að fullkomið traust ríki, ást og virðing. Þú þarft þinn tíma til að treysta fólki fyrir þér og ert því hikandi við fyrstu kynni.

 

Þrátt fyrir að taka þér tíma í upphafi, þá sleppir þú öllum hömlum í svefnherberginu þegar þú hittir réttu manneskjuna og ert reiðubúinn í að prófa ýmsar nýjungar.

 

Kynlíf er ekki helsta forgangsatriðið í lífinu í þínum huga, en með réttu manneskjunni, ertu ástríðufull/ur og tekur kynlífið upp til hæstu hæða – ekki síst andlega.

 

 

Gefandi elskuhuginn

 

 

 

Þú býrð yfir mikilli kynhvöt en aðeins innan takmarka ástarsambands. Þú leggur þig fram við að þóknast þeim sem þú ert með og ert ástríðufullur elskuhugi. Þú segir einfaldlega aldrei „nei“ við þann sem þú elskar og nýtur þess að veita hinum aðilanum hamingju á þessu sviði.

 

Svo framarlega sem þú upplifir þig öruggan í sambandinu þá er kynlífið stórkostlegt. Ef þú upplifir vantraust, eða að þú sért ekki metin/n að verðleikum, minnkar löngun þín til kynlífs.

 

 

Ástríðufulli elskuhuginn

 

 

 

Fyrir þér er kynlíf að njóta ásta. Án djúpra tilfinningatengsla er kynlíf sem slíkt harla lítils virði í þinum huga. Kynlíf sem er aðeins líkamlegt er ekki eitthvað sem þú sækist eftir. Einnar nætur gaman er ekki fyrir þig og myndi aðeins færa þér óhamingju. Kynlíf er þér mjög mikilvægt innan takmarkanna ástarsambands.

 

Þú sérð kynlíf sem líkamlega birtingarmynd af dýpri tengslum og telur þig þannig tengist maka þínum nánar tilfinningalega. Þú ert mjög fús til að breyta til og prófa nýjungar með maka þínum svo framarlega sem djúp ást ríkir.

 

 

Eldheiti elskuhuginn

 

 

Heitar og djúpar tilfinningar þurfa að ríkja til að þú tengist öðrum líkamlega. Þegar tilfinningar eru til staðar ertu eldheit/ur og ástríðufull/ur elskuhugi. Þú býrð yfir mjög sterkri kynhvöt sem þú færð útrás fyrir í ástarsambandi. Vilt kanna nýja hluti og setur engar takmarkanir í svefnherberginu.

 

Þú hefur sjálfsagt oft heyrt: „þú ert besti elskuhugi sem ég hef átt“ og það ætti ekki að koma þér á óvart, því þú ert hugmyndarík/ur, ástríðufull/ur í þínu daglega lífi og það á einnig við um í kynlífi.

 

 

Ágengi elskuhuginn

 

 

Þegar kemur að kynlífi þá sérðu það sem ágætis tækifæri til að vera stórkostleg/ur í „einhverju“. Dagsdaglega virðist þú oft annarshugar, en þegar kemur að kynlifi þá er allt annað upp á teningnum.

 

Kynlíf veitir þér hugarró frá amstri dagsins og þú nýtur þess að lifa í augnablikinu. Þú ert stundum helst til of ágeng/ur og oftar en ekki tekur þú stjórnina í svefnherberginu. Undir vissum kringumstæðum virðist kynhvöt þín óstöðvandi, en það fer líka eftir aðstæðum og hinum aðilanum.

 

Þú ert meðvitaður um að báðir aðilar eigi að njóta sín. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að þóknast þér, en þú ert meira en til í að taka við stjórninni, þannig að þú fáir sem mest út úr kynlífinu.

 

 

Skipulagði elskuhuginn

 

 

Þér er eðlislægt að vera „aggressív/ur“, og það á líka við um ástarleiki. Þú vilt vera við stjórnvölinn þar einsog í lífinu sjálfu, en innan heilbrigðra takmarkanna.  Þú ert mjög skapandi sem gerir kynlíf þitt og maka þíns afar áhugavert.

 

Þér leiðast venjur og rútínur en með þér er afar ólíklegt að slíkt hendi. Þú hefur tilhneigingu til að skipuleggja kynlífið, en bætir upp fyrir það með frjóum huga og getu þína til að halda kynlífinu alltaf fersku og skemmtilegu.

 

Þú tekur maka þinn á forvitnilegt, skemmtilegt og ógleymanlegt ferðalag sem aldrei gleymist.