Karlar eru VÍST með stærri HEILA en konur


Í gegnum tíðina hefur verið gert góðlátlegt grín að muninum á milli kynjanna. Hver man ekki eftir bókinni; Konur eru frá Mars, menn frá Venus? Eða var það öfugt? 
 
Sérfræðingar hafa komist að raun um eftirfarandi, þegar kemur að heilanum og muninum á kynjunum.
 
Mannleg samskipti
 
Konur hafa tilhneigingu til að tjá sig á skilvirkari máta en karlmenn. Þá aðallega um lausnir sem virka fyrir heildina. Þær kjósa að tala út um hlutina og nota til þess tónblæ, tilfinningar og samúð til að leggja áherslu á orð sín.
 
Á meðan karlmenn einangra sig frekar og gera hlutina í stað þess að tala um þá. Þessi staðreynd útskýrir kannski af hverju samskipti á milli kynjanna gengur stundum erfiðlega fyrir sig. Og afhverju karllægan vinskap er oft erfitt fyrir konur að skilja.
 
 
Vinstra heilahvelið versus bæði
 
Karlmenn hafa tilhneigingu til að nota vinstra heilahvelið á meðan kvenfólk notast jafn vel við bæði.
 
Þessi munur útskýrir hvers vegna karlmenn eru oftast sterkari þegar kemur að því að takast á við og leysa vandamál á meðan konur leysa betur huglæg verkefni og skapandi. Þær eru jú meðvitaðri um tilfinningar sínar þegar þær tjá sig.
 
Stærðfræðihæfileikar kynjanna
 
Svæði í heilanum sem kallast, „inferior-parietal lobule“ (IPL) er yfirleitt stærra hjá körlum en konum. Sérstaklega í vinstri heila. En þessi hluti heilans er talinn stjórna því hversu góð við erum í stærðfræði.
 
Gaman að geta þess að þessi hluti í heila Einsteins þótti óvenjulega stór. Þetta tiltekna (IPL) finnst þó einnig í hægra heilahvelinu, sem gerir konum kleift að skynja „áreiti“ eins og barnsgrát að nóttu til.
 
Viðbrögð við streitu
 
Karlmenn hafa tilhneigingu til að hafa betri stjórn á streitu en konur. Munurinn á þessum mismunandi skilaboðum frá heilanum er hormón.
 
Oxýtósin er hormón sem veldur streitu og þó estrógen hafa róandi áhrif þá hefur tesósterón sem karlmenn framleiða í miklu magni, mjög góð áhrif.
 
Tilfinningar
 
Konur eru í meiri snertingu við eigin tilfinningar og eiga auðveldara með að tjá þær. Vegna þessa eru þær oftar en ekki betur til þess fallnar að annast börn.
 
Á móti kemur, þá eru þær „opnari“ fyrir t.d. þunglyndi og hafa hormónabreytingar þar líka sitt að segja sem og barnsfæðing og tíðarhringurinn.
 
Stærð heilans
 
Heili karlmanna er um 11-12%stærri en kvenmannsheilinn að meðaltali. Stærðarmunurinn hefur þó ekkert með gáfnarfar að gera, en útskýringin mun vera að karlmenn eru oftast stærri en konur.
 
Að auki munu karlmenn þurfa fleiri taugar til að stjórna stæltari vöðvamassa sínum og stærri líkamsvexti.
 
Sársauki
 
Karlmenn og konur skynja sársauka á ólíkan hátt. Samkvæmt rannsókn þá þurftu konurnar meira morfín en karlarnir við svipuðum verkjum. Konur eru líka líklegri til að leita fyrr til læknis vegna verkja og sjúkdóma en karlar.
 
Þetta mun hafa með vinstra og hægra heilahvelið að gera og virkni þeirra.
 
Hætta á sjúkdómum
 
Eins og fram hefur komið nota karlar og konur heilann á mismunandi hátt, þá eru karlarnir líklegri til að ná sér í lesblindu eða eiga frekar við tungumálaörðugleika að stríða.
 
Ef konur eru lesblindar munu þær vera mun líklegri til að ná tökum á því. Konur eru hinsvegar viðkvæmari fyrir depurð, þunglyndi og kvíða einsog áður sagði. 
 
Hvernig kynin nota heilann á mismunandi hátt mun einnig vera vísbending um afhverju fleiri karlmenn en konur eru örvhentir.
 
Karlmenn eru einnig líklegri til greinast með einhverfu, ADHD og Touretta heilkenni.