Vasahandbók piparsveinsins


 
 
 
Vanti þig konu, og viljirðu ráð
þess vitra í alvöru heyra,
þá hef ég á bréfsnifsi heilræði skráð,
um hárlit kvenna, og fleira.
 
Ef svarthærða eignast, þá undrar ei mig,
þó indælt sé brjóstið og maginn,
að setj’ ‘ún í rúminu rassinn í þig
og ræn’ af þér veskinu á daginn.
 
Þær ljósu oss heilla, en lítum með sann
á leyndadóm traustustu raka:
Þær elska jú gjarnan hvern einhleypan mann,
en ekki sinn löglega maka.
 
Þær rauðhærðu eiga sitt ólgandi blóð
og ástina heita þér sverja,
en skapið er eimyrju ólgandi glóð
og eiginmenn sína þær berja.
 
En láttu ei hugfallast, loks kemur sú,
er ljá mun þér tryggð sína alla,
og fer ekki í burt, verður falslaus og trú,
já, fáðu þér konu með skalla.
 
Höf: Jónas Freyr Guðnason
 
Úr bókinni: Flóðhestar í glugga