Hann var misnotaður hrottalega og niðurlægður (ekki fyrir viðkvæma)


"Mig langar að segja ykkur sögu". Þannig hefst bréf sem barst okkur í nótt. Við hvetjum ykkur til að lesa áfram:
 
"Ég var að lesa bókina, Myndin af pabba, en það er saga Telmu Ásdísardóttur þar sem hún segir sögu sína af misnotkun sem hún varð fyrir í æsku.
Ég gat ekki sofnað eftir að hafa lesið þessa bók því sagan kom róti á huga minn. Sjálfsagt vegna þess að ég var að lesa sumpart um mínar persónulegu minningar, mína eigin reynslu.
 
Þó ég hafi ekki verið misnotaður af pabba mínum var ég misnotaður af aðila sem hafði mig undir sínu valdi og hefur að mörgu leiti ennþá.
 
Ég varð fyrir misnotkun fjögur sumur í röð. Frá því að ég var 9 - til 13 ára.
 
Það kom vinnumaður í sveitina þar sem ég bjó. Fyrsta sumarið var ofbeldið aðalega andlegt og líkamlegt. En varð kynferðislegt þegar nær dró hausti.
 
Annað sumarið ágerðist ofbeldið, sem fól í sér munnmök og samfarir. Einnig neyddi hann mig til þess að hafa samfarir við hundinn á bænum og sagði mér að ef ég myndi segja frá þessu, þá myndi eitthvað hrikalega slæmt gerast. Eins og t.d. að mamma fari frá pabba mínum, en það voru erfiðleikar í þeirra hjónabandi.
 
Þriðja sumarið var algjört helvíti á jörð. Kynferðisofbeldið var rosalegt. Ég man sérstaklega eftir einu tilfelli þar sem við vorum inn í hlöðu, þar batt hann hendurnar á mér fyrir aftan bak. Tróð andlitinu á mér ofan í heyið og kom vilja sínum fram.
 
Mér blæddi eftir það skiptið.
 
Þegar hann hafði lokið sér af með því að fá það yfir mig benti hann á kindabyssu sem hékk upp á vegg og sagði mér að hann væri óhræddur við að nota hana, ef ég myndi klaga hann.
 
Fjórða sumarið rann upp og ég var staðráðinn í að láta þetta ekki koma fyrir enn eitt sumarið. Ég varðist og reyndi að koma mér undan því að þurfa að vera nálægt honum. Í þau skipti sem við vorum einir saman var hann virkilega vondur við mig. Skyldi mig oft eftir langt í burtu að heiman svo ég þurfti að labba í klukkutíma heim.
 
Einnig reyndi hann að fá mig til að taka myndir af mömmu til að sýna sér. En kynferðisofbeldið var sjaldnar þetta sumar, en verra í þau skipti sem það var.
 
Andlega ofbeldið var miklu meira.
 
Þessi reynsla mín hefur fylgt mér út í lífið. Ég hef tekið margar rangar ákvarðanir í gegnum tíðina vegna þeirra afleiðinga sem hafa fylgt mér. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem gerandinn gerði mér, en ég sit uppi með þær ákvarðanir sem ég hef tekið undir oki afleiðinganna.
 
Ég mun aldrei geta fyrirgefið gerandanum. Ég get fyrirgefið sjálfum mér fyrir það að láta ekki vita hvað gekk á. Ég mun fyrirgefa sjálfum mér fyrir að hrekja fólk út úr mínu lífi, vegna þess að ég var hræddur, skammaðist mín og lét stjórnast af afleiðingum.
 
Þessar afleiðingar sem eru skömm, ótti við höfnun, erfiðleikar við að mynda tengsl, kunna ekki að tengja saman ást og kynlíf hafa fylgt mér í 20 ár.
 
Ég er orðinn þreyttur á því að láta þessar tilfinningar stjórna mér og í staðinn hef ég valið mér betri og jákvæðari tilfinningar til að hafa með mér."
 
Kveðja til ykkar allra,
lesandi Spegilsins
 
Ert þú með sögu sem hugsanlega gæti orðið öðrum  til hjálpar eða veitt innblástur/hvatningu? Ekki hika við að senda okkur póst á spegill@spegill.is