Vald mæðra


Nú hefur það komið fram í umræðunni að foreldrar séu að nota börn sín sem bitbein í deildum. Samkvæmt umfjöllun virðist meira um að konur geri þetta enda þær í langflestum tilfellum með börnin í sinni umsjá.

 

Það er verið að tálma umgengni við föður og föðurfólk. Heyrst hefur af dæmum þar sem föðurfjölskyldan hefur jafnvel ekki hitt barnið sem árum skiptir.

 

Þegar maður og kona eignast barn að þá er þetta barnið ÞEIRRA, ekki barnið hennar og ekki barnið hans. Svo á einhverjum tímapunkti ákveðjur konan að nú sé barnið eingöngu hennar.

 

Auðvitað á þetta vonandi við um mjög fá prósent af foreldrum sem ekki eru í samvistum. Þó eru þetta of mörg dæmi.

 

Ástæðan getur kannski í einhverjum tilfellum verið réttmæt og með hangsmuni barnsins að leiðarljósi. En því miður er það svo að í mörgum tilfellum er það heift og hatur sem ræður för. Sitja mæður og feður við sama borð varðandi réttindi? Nei það finnst mér alls ekki, því miður.

 

Náinn ættingi minn á stúlkubarn sem er innan við fjögurra ára gömul. Foreldrar dömunnar hafa nokkur skipti reynt að búa saman, en það ekki gengið sem skyldi. Í hvert skipti eftir að sambandi þeirra líkur verður litla frænka mín að verkfæri í höndum mömmu sinnar.

 

Litla frænka mín fékk fallegt nafn sem báðir foreldrar hennar ákváðu á sínum tíma. Hún fékk nafn föðurömmu sinnar að fyrra nafni. Eftir ein sambandslitin vildi mamma stúlkunnar að nú myndi hún ekki lengur heita nafni föðurömmunnar, það var ekki úr, allavega enn sem komið er að hún tæki nafnið í burtu.

 

Þessi ættingi minn á annað barn og hefur þessi sama kona reynt sitt ítrasta til að eitra samband hans við barnið og mömmuna. Nú hefur hún ákveðið að föðurnafn barnsins eigi að fjúka og hann komi ekki til með að fá að hitta barnið nema í mesta lagi undir eftirliti sem hún ákveður.

 

Þessi ættingi minn er langt frá því að vera fullkominn en hann er ekki slæmur faðir. Þessi mamma er líka langt frá því að fullkomin.

 

Er vald mæðra svona mikið að þær geti bæði ráðið því hvort að barnið hitti hina fjölskylduna sína, nafnið jafnvel tekið af barninu og svo er hugur barnsins gagnvart hinum helmingnum af sér eitraður!

 

Feður sem eru ekki með börnin hjá sér borga meðlag sem er ætlað á móti framlagi móður, fyrir framfærslu barnsins. Þá má svo sem deila um hvort að upphæðin dugi eða ekki.

 

Hvernig er hægt að ætlast til að foreldri borgi meðlag með barni sínu en hafi jafnvel ekki rétt á að hitta barnið? Barnið fær jafnvel ekki að bera nafn föðurins og faðirinn hafi ekkert að segja í ákvarðanatöku varðandi barnið?

 

Aðsend grein frá lesenda Spegilsins