Sykurætur: Sykur er jafn skaðlegur og misnotkun á áfengi og tóbaki!


Samkvæmt rannsóknum matvælastofnanna um allan heim þá er hvítur sykur aðal orsakavaldur ofneyslu á mat, sem leiðir til ofþyngdar, þunglyndis og áunnum sjúkdómum s.b. sykursýki.  

     

Það hefur verið gefið út að of mikil neysla sykurs getur verið jafn hættuleg og misnotkun áfengis og tóbaks. Þá hljótum við að spyrja. Af hverju má lítið barn fara út í búð og kaupa sér sykraða fæðu eða sykraða drykki eins langt og peningurinn sem þau bera á sér nær? 

  

Af hverju þarf ekki ákveðinn aldur á kaup slíkrar fæðu sem inniheldur hættulega háan sykurstuðul?     

 

Af hverju þarf ég að verða orðinn 20 ára til að kaupa mér eina bjórdós og 18 ára til að fá mér eina rettu, ef barn má fara á hverjum degi út í búð að kaupa sér eins mikinn sykur og það vill þegar hvítur sykur er talinn svona hættulegur í óhófi?  

 

Er möguleiki á því að lítil börn geti orðið háð hvítum sykri líkt og sumir þeirra eldri sem ánetjast áfengi eða tóbaki?

 

Kannski væri eins farið með áfengi og tóbak líkt og sykur og það leyft öllum aldurshópum, ef það fyndist í flest öllum mat eins og sykurinn gerir?   

 

Skoðum þetta aðeins nánar.

 

Flókin kolvetni sem fundin eru í grænmeti, kornvörum og ávöxtum eru í góð fyrir okkur öll. En eru það vörurnar sem börnin kaupa í sjoppunum með troðfulla vasa af peningum? Nei, þau hafa engann áhuga á því. Einföldu kolvetnin fundin í gosdrykkjum, blandi í poka, orkudrykkjum, ís og súkkulaðistykkjum, eru vörurnar sem börnin laðast mest að og geta verið hættuleg ef neyslan er þar í óhófi. 

 

Hver er óhófleg neysla?

 

Heilinn á barni í þroskaferli, sem og í fullorðnu fólki,  skynjar sykurblönduna í fæðunni með því einu að horfa á hana. Þetta vitum við og hefur oft verið rannsakað. 

 

Ef barnið stendur frammi fyrir vali, hvort velur það sér ávöxt eða sykraðan gosdrykk?

 

Viðbættur sykur ber engin nauðsynleg næringarefni sem við þurfum til að lifa. Það eina sem hann gerir er að hann skaffar þér auka hitaeiningar og ruglar blóðsykrinum þínum. Engin næringarefni sem þú þarft á að halda til að lifa heilsusamlegu lífi finnur þú í hvítum sykri.     

 

Ofneysla sykurs hefur verið tengd við ofþyng,  of háan blóðþrýsting, þunglyndi, hausverki, þreytu, útbrot og of lágan blóðsykur sem dæmi sem eykur líkur á áunninni sykursýki.

   

Sykur getur einnig haft áhrif á skapsveiflur og aukið verulega á streitu.

 

Sé litið til allra þessara rannsókna sem hafa verið lagðar fram, og það oft á ári, er staðreyndin þá sú, að okkur er nokksama um það að börnin okkar kunna að líða slíkar raunir líkt og ég lýsi hér að ofan, eða hvað?      

 

Vegna of mikillar sykurneyslu?  Nei auðvitað ekki. Við bara vitum ekki betur.     

 

Hvað ef sex ára gamalt barn mætti ganga inn í verslun og kaupa sér sígarettur og bjór? Það myndu líklega einhverjar háværar raddir heyrast og við foreldrar tækjum þá fulla stjórn á uppeldishlutverki okkar. Af því að við viljum standa okkur. Við ættum að gera það líka með sykurinn.    

 

En samfélagið virðist loka á þessar staðreyndir af því að sykur er í svo mörgum matvælum að það hlýtur bara að vera í lagi.

  

En staðreyndin er sú að það er ekki í lagi. 

 

Ísland úthlutar flestum þunglyndistöflum í Evrópu á hvert barn í hverjum mánuði. Íslensk börn þyngjast á hverju ári. Vissir þú að ef þú borðar 100 hitaeiningum umfram það sem líkami þinn brennir á hverjum degi af einföldum kolvetnum, þá þyngist þú um 2,5 kíló á ári?

      

Hvað ef þú borðar 500 hitaeiningum meira en líkami þinn brennir á dag af einföldum kolvetnum?    Þá þyngist þú um 12 - 15 kíló á aðeins einu ári. 

 

Er einhver furða að við séum að þyngjast?

 

Og, veist þú hvað það er auðvelt að borða 200 - 400 hitaeiningum of mikið á dag að meðaltali án þess að taka eftir því?   

 

Það er mjög lítið mál.

 

Það vantar ekki fleiri rannsóknir.   Það vantar vitundina, skýrari reglur og viðurkenna þennan óþverra sem hvítur sykur er, neyttur í of miklu magni.

 

Viðbættur sykur heftir ónæmiskerfi líkamans.  

 

Rannsóknir hafa margoft sýnt fram á það að borða 75 - 100 grömm af sykri (um 20 skeiðar af sykri eða það sem samsvarar sykri í 330 ml. sykruðum gosdrykk) getur bælt ónæmissvörun líkamans verulega.     

 

Þannig verður þú oftar veikur, slappur og pirraður.

     

Hvernig er staðan á þér og fjölskyldu þinni hvað þetta varðar?  Er barnið þitt oftar veikt, slappt og pirrað en þú varst þegar þú varst barn?

 

Útkoma þessa rannsókna kom verst út fyrir börn og táninga. Vegna þess að þau eiga það til að ofkeyra sig á sykri, koffeini eða orkudrykkjum þegar þau læra fyrir próf. Þau vaka lengi og sofa lítið.   Með því eykst prófkvíði og streita. Kvíði og streita  heftir einnig ónæmiskerfið. 

 

Þannig að, þessar sykurætur koma sér í þá stöðu að veikjast oftar og skila ekki fullri orku, einmitt þegar þau mega síst við því og þurfa að láta ljós sitt skína og skora hátt.

 

Af hverju langar unglingnum þínum í orkudrykk þegar það eru skólböll?    

 

Af því að hann finnur fyrir áhrifunum. En það er ekki bannað og það hlýtur þá að vera í lagi?

 

En, myndir þú kaupa bjór og sígarettur handa 15 ára gömlu barninu þínu?

 

Nei, ekki ég heldur. Af því að það er bannað og skaðlegu áhrif þeirra eru viðurkennd og við þekkjum það og okkur hefur verið kennt það og sagt að það sé óhollt að neyta þeirra og beita þeim.

 

Mér þykir því mjög svo miður að þrátt fyrir allar þessar rannsóknir og stúdíur sem framkvæmdar eru af hámenntuðum einstaklingum, sérfræðingum og læknum og það oft á ári, og í hverjum mánuði,   að lítið barn í mótun, má kaupa sér eins mikið og það kýs af þessu skaðlega efni sem heitir hvítur sykur ef mamma og pabbi leyfa og enginn má segja neitt.   

 

Barnið þarf bara að sýna peninginn, borga og fara með vasana troðfulla af skaðvaldi sem ekki enn hefur fengið viðurkenninguna sem slíkur.

  

Þarf ekki að vekja vitund foreldra á skaðsemi sykurs þarna til að sporna við þessu?

     

Svo verður barnið að ungling sem er pirraður, allt of oft veikur, allt of þungur og farinn að bryðja þunglyndislyf og ávinnur sér lífsstíls-sjúkdóma sem það þarf svo að lifa með það sem það á eftir ólifað.  

 

Segið mér eitt…af hverju er þetta bara í lagi?

 

Ég meina, þetta hefur verið rannsakað út í óendanleikann?   

 

Af hverju gerum við ekkert í þessu?

 

Erum við mannskepnan í alvöru svona ofboðslega einföld, að við þurfum að sjá áhrifin strax til að skilja að þetta er úr öllum takti almenns heilbrigðis?

 

Svo segjum við bara “Ó” og endurnýjum lyfseðil barnsins okkar.

 

Getum við ekki með neinu móti horft aðeins lengra en einhverja klukkutíma fram í tímann með allar þessar rannsóknir okkur að vopni?

 

Mín hugmynd er þessi. 

 

Sú fæða sem inniheldur skaðlega mikið og úr hófi af hvítum sykri, skal ekki seld fólki undir 18 ára og sé þá vitnað í allar þessar rannsóknir sem við eigum. Við ættum ekki að fara neitt öðruvísi að þessum skaðvaldi en við gerum með bræður hans, áfengi og tóbak.

 

Ef þetta bann kæmi á, myndu framleiðendur vörunnar breyta henni og lækka sykurstuðulinn og sumir halda áfram að neyta hennar, en hún yrði líklega ekki jafn góð á bragðið.   

 

Sem er frábært.   

 

Eða ætlum við fyrst að hugsa um risafyrirtækin og hvernig fer fyrir þeim en okkur sjálfum?

 

Við hljótum að vera mikilvægari en þau, er það ekki?

 

Það getur ekki verið í lagi að risafyrirtækin stýri þessu ofar heilu samfélagi. 

 

Það er heldur ekkert hættulegt að drekka einn bjór þó svo að ég mæli ekkert með því að gera það.

 

Það er magnið af áfenginu, einingarnar,  og magn tóbaksins sem er hættulegt alveg eins og það er magnið af hvíta sykrinum sem getur verið lífshættulegur þér og fjölskyldunni þinni. 

 

Ásgeir Ólafsson,

þjálfari til 27 ára

asgeirasgeir@gmail.com