Hverjar eru þínar hinstu hjartans þrár? Kannaðu sálarnúmer þitt!


Sálarnúmerið þitt (Soul Number) sem stundum er kallað það sem hjarta þitt þráir er hluti af talnaspekinni. Og þýðir einfaldlega þínar innstu hjartans þrár og helstu hvatir sálar þinnar.
 
Merkingin mun einnig vera tákn um leyndan metnað, hugsjónir, markmið og á hvaða sviði þér mun helst hlotnast velgengni í framtíðinni.
 
Þú finnur þitt sálarnúmer út með því að leggja saman sérhljóðana í nafninu þínu; a, (á), e, (é), i, (í), o, (ó), (ö), u, (ú). (Sjá töflu að neðan)
 
Athugið að bókstafurinn á fer í sama box og a, é í sama box og e osfrv. Ö, í sama flokk og o.
 
Taktu mið af fullu nafni þínu, eins og það stendur í fæðingarvottorði. Engin þörf er á að breyta séríslensku bókstöfunum eins og t.d. ð.
 
Settu sérhljóðana úr þínu nafni þar sem við á í töfluna og leggðu saman þversummuna og dragðu frá tuginn. T.d. ef þú færð út töluna; 36 – taktu þær í sundur og leggðu saman; 3+6 verður að 9.
 
A og Á  - 1
E og É  - 5
I og Í  - 9
O og Ó - 6
U og Ú - 3
 
 
Athugið einnig að notast er við tölurnar 22 og 11 í þessari speki.
 
Þetta er talan sem segja þér frá þínum hinstu draumum, burtséð frá fæðingardegi (sem gefur til kynna meðfædda eiginleika) eða hvað þú ert í dag eða verður í framtíðinni.
 
Góða skemmtun. Því þetta er til skemmtunar fyrst og fremst og afþreyingar.
 
Skelltu sérhljóðunum úr þínu nafni þar sem við á og finndu þína tölu.
 
 
Hérna að ofan er dæmi sýnt um Oprah Gail Winfrey til viðmiðunar.
Hún á töluna 5 samkvæmt þessu dæmi.
 
Merking sálartalna (Soul number):
 
 
Sálartala 1
 
Talan einn gefur til kynna einstaklingshyggju, sjálfstæði og frumlegheit. Að þú sért skapandi og einlægur. Vinnusamur og metnaðarfull/ur.
 
Þú ert leiðtogi og frumkvöðull í eðli þínu,  sem munt ávallt fara ótroðnar slóðir til að kanna nýjar hugmyndir. En af nægu er að taka þar. 
 
Þú er tortryggin/n og trúir aðeins því sem þú getur snert, heyrt, séð, talað við, fundið lykt eða bragð af.
 
Sálartala 2 
 
Talan tveir gefur til kynna að þú sért diplómatísk/ur, með gott innsæi og blíð/ur. Einstaklega hugmyndarík/ur og sérlegur áhugamaður um frið og sátt.
 
Þú ert afar viðkvæm/ur og særist því auðveldlega. Þú hrífst stöðugt af gagnstæða kyninu, ástinni, öllu því sem fagurt er og listrænt í lífinu.
 
Þú skynjar sannleikann auðveldlega frá hysminu og oftar en ekki eru þeir sem eiga töluna tveir, skyggnir.
 
Sálartalan 3 
 
Talan þrír segir til um að þú eigir auðvelt með að tjá þig. Þú ert listhneigður og elskar vísindi. Mjög metnaðarfull/ur einstaklingur.
 
Þú hefur mikla löngun til að hafa allt fullkomið. Hvort sem það er í hugsun, verkum eða gjörðum.
 
Þú leitar eftir gleði, hamingju og fullkomnun í hvívetna. Elskar skemmtilega tónlist og listir í víðum skilningi.
 
Þú ert djúpur hugsuður og öðlast þekkingu þína auðveldlega. Þú ættir ekki að vinna erfiðsvinnu með höndunum, heldur einblína á listsköpun þína, þar ertu best/ur. Þú ert ávallt vel til fara og klæðir þig samkvæmt nýjustu tísku.
 
Sálartala 4
 
Þeir sem eiga töluna fjóra, elska sannleikann, heiðarleika og þrautseigju.
 
Þú ert agaður/öguð. Vitsmunalegur, traustur vinur og heiðarleg/ur.
 
Samtalan af þremur og einum verða fjórir, sem gefur til kynna mikla greind, jafnvel á sviði frumspekilegra vísinda. Þú hefur einnig djúpan skilning á tilgangi lífsins.
 
Sálartala 5
 
Talan fimm gefur til kynna að þú sért fjölhæf/ur og liðleg/ur. Kannar málin til hlýtar og leggur þitt að mörkum til góðgerðarmála.
 
Þú vilt lifa lífinu frjáls, þótt þú sért í ástarsambandi. Án allra takmarkana og leitar í sífellu breytinga, nýrra kunningja, hugmynda og vilt frelsi undan oki félagslegra hafta.
 
Þú ert fyndin/n og með skýra rökhugsun. Hrífst að heimspeki en gætir þó átt á hættu að dreifa orku þinni í allar áttir.
 
Sálartala 6
 
Talan sex segir að þú sért bjartsýn/n, áreiðanleg/ur, glaðvær, ítarleg/ur og jafnvel fíngerð/ur í vexti.
 
Sexur eru miklir hugsjónamenn sem hrífast af listum.
 
Þú hefur mikla "móðurtilfinningu" til alheimsins og sýnir þá sömu tilhneigingu þegar kemur að vinum og fjölskyldu. Meira að segja dýrum. Þú myndir fórna lífi þínu fyrir ástvini þína.
 
Þú elskar heimili þitt og berð mjög mikla virðingu fyrir réttindum annarra.
 
Sálartalan 7
 
Talan sjö gefur til kynna að þú sért einstaklega róleg/ur og þolinmóð/ur einstaklingur sem fylgir ekki alltaf „venjum“. Átt mjög auðvelt með að læra.
 
Þú elskar kenningar, að skoða trúmál, ráðgátur, dulræn fyrirbæri og náttúruna.
 
Þú hefur mikla þörf fyrir að ná fullkomnum skilningi á hvernig heimurinn virkar. Elskar að vera ein/n í þögninni, en verður aldrei einmana.
 
Þú iðkar hugleiðslu. Ert fágaður og full/ur af reisn.  
 
Sálartalan 8
 
Talan átta gefur til kynna að þú sért efnishyggjumanneskja. Metnaðarfull/ur, sanngjörn/gjarn og geðgóð/ur. Peningar koma auðveldlega til þín.
 
Þú býrð yfir gríðarlegum viljakrafti, styrk og hugrekki. Og hefur löngun til að hafa fulla stjórn á öllu í þínu nánasta umhverfi.
 
Þú býrð yfir visku til að skilja lögmálið, orsök og afleiðingu.
 
Sálartalan 9
 
Talan níu segir að þú sért ástrík/ur, óeigingjörn/gjarn, framsýn/n, skapstór og dramatísk/ur.
 
Þú ert býrð yfir sterkri löngun til að aðstoða aðra.
 
Þú elskar tónlist, listir og vísindi og vilt sjá tilgang lífsins og árangur fyrir heildina alla.
 
Sálartalan 11
 
Talan ellefu segir að þú sért full/ur af innsæi, örlát/ur og að þú búir yfir skyggnigáfu sem þú ættir að nota til að hjálpa öðrum.
 
Þú ert mjög andlega sinnuð/sinnaður. Ert það sem stundum er kallað „gömul sál“.
 
Þú ert ein/n af þeim sem hefur getu til að vera andlegur kennari.
 
Sálartalan 22
 
Talan tuttugu og tveir sýna að þú sért diplómatískur og góður leiðtogi fyrir heildina.
 
Þér mun takast að leiða aðra í sátt og hefur einstaka hæfileika til að ýta undir hamingju hjá öðrum.
 
Smelltu hér til að finna út lífstöluna þína. 
 
Ef þið lendið í vandræðum með útreikninginn er ykkur velkomið að senda póst á spegill@spegill.is