ADHD - hef endurheimt líf mitt með hjálp CONSERTA


Þvílík breyting! Þetta er þriðji dagurinn minn á lyfinu Conserta, og ég held að ég hafi endurheimt litla drenginn sem fæddist upp á sveitabænum fyri norðan. Og ég sem hef svo oft skoðað myndir af honum í gegnum tíðina og grátið hans vegna.


Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hef fundið svona til með honum, kannski kemur það seinna í ljós.

En breytingin á mér er alveg hreint mögnuð. Strax á þriðja degi!

 

*Fókusinn er á það sem ég er að gera.
*Ef hugurinn fer á flakk get ég auðveldlega stoppað hann.
*Þreytan, syfjan og doðinn eru horfin.
*Tónlistin er komin til baka úr margra ára dvala.
*Get lesið og skrifað án þess að byrja alltaf upp á nýtt á hverri síðu.
 

Eftir sjö ára félagslega einangrun er ég strax farinn að velta fyrir mér hvern ég gæti hitt og boðið á kaffisopa.

 

Fann einn "vin" í gær og við hittumst stutta stund á kaffihúsi og ég gat setið og spjallað án þess að finnast að hann væri að bíða eftir að ég færi… „haha brilliant“!
 

Að ganga úti á götu er ný upplifun fyrir mig. Það eru margir sem horfa bara beint í andlit mitt, brosa til mín eins og ég sé bara einhver venjulegur maður!
 

Er byrjaður að skipuleggja næsta ljósmyndaverkefni. Skipuleggja er nýtt orð fyrir mér og þarf aðeins að átta mig á því.
 

Langar að hitta einhverja sem eru bæði greindir og ógreindir í kaffisopa á kaffihúsi…hahaha,  já ég er að meina það!

 

Kjarkurinn er kominn og skammast mín ekki.

 

Vil endilega fá að vita meira um ykkur sem hafið greinst með ADHD, ykkar upplifun af sjúkdómnum með eða án lyfja.

 

Ég ætla jafnframt að fara af stað með ljósmyndaverkefni tengda ADHD, til upplýsinga fyrir aðra sem lið í að eyða fordómum.


Þröstur Guðlaugsson, ljósmyndari

 

Settu þig í i samband við Þröst með því að smella á linkinn, ef þú hefur áhuga á að taka þátt í ljósmyndaverkefninu.