Leitin að hinni fullkomnu píku...


Það sem byrjaði eins og fikt við að skoða inn í hinn skrýtna og blómstrandi heim lýtaaðgerða, endaði með glápi á heimildamynd um hina nýju sýn á fullkomnun á kvenleika; eða um Hina fullkomnu píku.
 
Fyrirbærið virðist há konum um allan heim, þ.e. óöryggi þeirra virðist snúa að eigin kynfærum.
 
Þær konur sem gengust undir þessa sársaukafullu aðgerð, í þeirri von að skapa hina fullkomnu píku vissu lítið sem ekkert um hætturnar sem kunna að skapast í kjölfarið, því skortur á upplýsingum var algjör.
 
Vísindamenn frá University College í London uppfærðu nýlega rannsóknir á svokölluðum labial skurðaðgerðum, sem yfirleitt fela í sér að minnka magn lífsnauðsynlegra vefja, sem meðal annars eru til staðar til varnar allskyns sýkingum. Vísindamennirnir halda því fram að langtímaáhrifum á líkamann eftir slíkar aðgerðir hafi aldrei verið gerð nógu góð skil.
 
Libioplasty eins og aðgerðin er kölluð kostar í kringum £3,000 á einkastofu.
 
Sumar konur hafa kvartað yfir því helst að óþægindi felist í því að klæðast þröngum fötum, aðrar geta ekki lengur hjólað svo þægilegt þykir. Á meðan hinum fannst kynlíf óþægilegt.
 
 
 

 

Fylgstu með okkur á Facebook!