Vortískan - regnbogi af mjúkum litartónum


Regnbogi af mjúkum litartónum og leikandi létt efni í bland við annað verður einkennandi í vor.
 
Sniðin eru ýmist kvenleg og aðsniðin í jökkum eða bein. Jafnvel útvíðar buxur, stuttar, kvart eða alveg síðar.
 
Allskyns mynstur í efnum, leður, stífir kragar og síð-stutt pils, það virðist allt vera í gangi. Ekki má gleyma gallaefnunum. 
 
Pastel litir eru ríkjandi, sem er auðvitað frábært því þeir passa við nánast alla aðra liti.
 
Kíkjum á hvað helstu tískuhönnuðir heims bjóða upp á með vorinu...
 
 
 

~

 

 

 

Línan hér að neðan er frá Jason Wu, Prabal Gurung og Rebecca Taylor.

Pastellítir eru gullfallegir og það góða við þá liti er, að þeir passa við nánast alla aðra liti.

Aðsniðið, kvenlegt og töff. 

 

 

 
 
 
 
Samkvæmt, BCBG Max Azria, Rebecca Minkoff og Thakoon, mun
fataskápurinn þarfnast jakka fyrir vorið. Þessir eru víðir, stuttir og þægilegir og koma í allskyns útfærslum, efnum og mynstrum. Flottir jakkar passa við allt. Gallabuxur, kjóla, pils, fínni buxur og ekki síst leðurbuxur!
Konur eiga aldrei of mikið af jökkum.
 
 
 
Karlmannlegt yfirbragð og andstæður, stífir kragar og áberandi stroff veita Alexander Wang, Costello Tagliapietra og Altuzarra innblástur í þessari línu.
 
 
 
Þægilegt og töff og ég veit hvað þú ert að hugsa. Nei, þetta look er alls ekki aðeins fyrir þær lappalengstu og grennstu. Finndu snið sem hentar þér, hærri strengur upp í mittið, lætur þig virðist vera hærri og lappalengri en þú ert. 
 
Línan hér að neðan er frá: BCBG Max Azria, Trina Turk og Rosie Assoulin
 
 
 
Marc by Marc Jacobs, Milly og Tracy Reese bara hressir! Bling bling og diskó fílingur alla leið! 
 
 
 
Christian Siriano, Alice Olivia og Proenza Schouler bjóða upp á þokkalega mikla rómantík með vorinu, vei vei! 
 
 
 
Trina Turk, Altuzarra og Mara Hoffman horfa í mynstur, sól, létt og leikandi efni - og il.
 
 
 
J.Crew, Costello Tagliapietra og BLK DNM -Klassý að vanda! Svart og hvítt, leður og nude.
Takk fyrir og sátt!
 
 
 
Cynthia Rowley, Clover Canyon og Calvin Klein með þægindin í fyrirúmi að þessu sinni.
 
 
 
J.Crew, Rachel Zoe og Clover Canyon leggja áherslu á beina og kragalausa síða jakka. Helst mynstraða.