Má bjóða þér upp á girnilegt ískaffi með rjómatopp og kakó englaryki?


Haltu á ketti, brostu, vertu sæt/ur og segðu;
 
-Uhhh, já takk Heiða!
 
...hér kemur uppskriftin... og þó svo að vanti á þig fingur eða tvo...þá er þetta ekki að fara að klikka! 
 
Við þurfum (í uppskrift miðað við einn):
 
 
3 skeiðar vanilluís
1 bolli klaki
1 bolli uppáhellt kaffi (sem búið er að kæla)
½ bolli mjólk
2 teskeiðar síróp (smekksatriði)
Þeyttan rjóma
Kakóduft
 
 
Svona gerum við:
 
Í blandarann fer; ísinn, klakinn, kaffið, mjólkin, sírópið -allt blandað vel saman þar til orðið slétt og fellt.
 
Hellt í hátt glas - þeyttur rjómi settur efst og loks er kakóduftinu (englarykinu) stráð yfir.
 
Það er líka mjög gott og "beautiful" að setja súkkulaði- eða karamellu íssósu -þvers og kruss yfir rjómatoppinn og/eða spænir.
 
Rör er auðvitað ómissandi í þessa dásemd. 
 
Skál!